Bergmál - 01.09.1951, Side 38

Bergmál - 01.09.1951, Side 38
Bergmál ------------------- Ég reyndi að finna forstjór- ann til þess að segja honum frá breytingunnþ en hann var sýni- lega einhvers staðar úti að fá sér göngu. Hann var ekki kom- inn kl. kortér fyrir 3, svo að ég varð að leggja af stað til leik- hússins án þess að hitta hann. Maðurinn við dyrnar varð undr • andi að sjá mig þarna í stað for- stjórans, en ég útskýrði fy.”ir honum, að ég væri staðgengill hans, og svo labbaði ég inn á leiksviðið undir dynjandi fagn- aðarlátum áhorfenda. En í stað ungbarna, var þarna stillt upp tólf ungum fegurðardísum á sundbolum. Ég áttaði mig ekki á því á stundinni, hvernig á þessu stóð, en fór svo að virða stúlkurnar fyrir mér með gaum- gæfni og lofaði sjálfum mér því, að ég skyldi ekki verða forstjór- anum til skammar. Hann var skrambi súr við mig, þegar ég kom á gistihúsið á eftir. Og það kom í ljós, að hann hafði átt að dæma á milli barnanna kl. 3, en ungu stúlkn- anna kl. hálf-fimm. Og þar sem ég fannst hvergi kl. 3, þá hafði hann sjálfur neyðzt til að dæma barnasamkeppnina. Hann var ekkert nema geð- vonzkan allt kvöldið og virtist --------------- September alls ekkert hafa á móti því, þegar ég stakk upp á því, að fara heim á sunnudagsmorgun- inn. Á héimleiðinni var ég alltaf að hugsa um, hvort ég ætti að segja Maríu frá óhappinu. Auð- vitað gat svo sem verið, að hún sæi broslegu hliðina á þessu, en einhvern veginn fann ég samt á mér, að hún myndi ekki verða sérlega glöð. Þess vegna réð ég af að segja henni, að ég hefði dæmt barnasamkeppnina, eins og ætlunin hafði verið. „Hvernig gekk þér með börn- in?“ var það fyrsta, sem hún sagði, þegar ég kom inn. „Ágætlega“, sagði ég. „Ég stóð mig eins og hetja og til að þókn- ast forstjóranum mínum, þá kyssti ég þau sem fengu fyrstu, önnur og þriðju verðlaun.“ Hún fletti sundur sunnudags- blaðinu fyrir framan nefið á mér. Myndin af mér, þar sem ég stóð brosandi hjá þremur fegurðarstjörnum í sundbolum, var alveg ágæt; en ef dæma má af því, sem María sagði næstu tíu mínútur, þá virtist hún ekki vera sérstaklega hrifin. — EncLir. -------o----- 36

x

Bergmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.