Bergmál - 01.09.1951, Page 44

Bergmál - 01.09.1951, Page 44
Bergmál --------------------- tala annað slagið, og ef þér ætlið yður að tala um eitthvað, sem er þess vert að hlusta á það, þá verðið þér að fylgjast með því sem gerist utan heimilisins. VII. Hin hæðna stúlka. Davíð konungur, sá, sem sagt er frá í Biblíunni, kastaði fyrstu kon- unni sinni á dyr, af því að hún dró dár að honum. Flestum karlmönnum finnst þeir vera í fullum rétti. En það er ekki þar með sagt, að karlmenn hafi enga kímnigáfu. Ég hefi aldrei kynnzt karlmanni, sem ekki mat mikils fyndni, kímnigáfu eða jafnvel þótt ekki væri gerð nema til- raun til að hlæja að hans eigin „bröndurum“. En það er mikill munur á því að hlæja að ein- hverju og að hlæja á kostnað einhvers. Einhver bráðgáfaðasta stúlka, sem ég hefi þekkt, var haldin þessum kvilla og komst að því sjálf sér til mikillar hugraunar. Hún var um skeið mjög ást- fangin, en hún giftist aldrei. Hún gat ekki gert að sér að draga upp skrípamyndir af um- heiminum — og hún gerði það oft snilldarlega. Og einu sinni í veizlu tók hún sitt eigið manns- efni fyrir — og meira þurfti ekki þar. -------------- September VIII. Hin ókvenlega stúlka. Það er einkennilegt, að hver einasti karlmaður, sem ég hefi spurt, hvernig þeir vildu hafa eiginkonur sínar, hafa ekki talið fegurð með þeim eiginleikum, er þeir töldu nauðsynlegasta. Ég trúi þeim. En þegar þeir segja, að þá langi til að eignast félaga, góðan félaga, þá er ég ekki viss um, að þeim sé fullkomin al- vara. Þá langar auðvitað til að eignast félaga, en alveg sérstaka tegund af félaga — sem sé, töfr- andi, fínlegan og umfram allt kvenlegan félaga. Allt of marg- ar konur ljá þessu félaga-tali eyra. Þær leggja sig allar fram til þess að mæta mönnum sínum á miðri leið, ríða með þeim út, sigla með þeim, koma með karl- mannlegar athugasemdir, þegar þær tala við þá — og verða að lokum einhvers konar undra- sambland af karlmanni og kven- manni. Og þegar spilin eru lögð á borðið, er tapið þeirra megin. Stúlkan, sem undi heima við saumana sína, stendur um síðir með pálmann í höndunum. Karl- menn sækjast ekki eftir sams konar félagsskap við konur eins og við karlmenn — þeir hafa venjulega úr nógum að velja. Auðvitað má konan ekki heldur 42

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.