Bergmál - 01.09.1951, Blaðsíða 46

Bergmál - 01.09.1951, Blaðsíða 46
Viðkvæm einkamál SPURNINGAR OG SVÖR Helena svarar fyrir Bergmál: Á rödd hjartang eða gkynseminnar að ráða ferðinni? Svar til fertugrar konu: Á ég að segja yður hvað ég held? Ég held, að þér séuð í rauninni góð og samvizkusöm kona. Einhvern veginn, næstum óafvitandi og vegna smáat- vika, hafa viðhorf yðar til daglega lífsins, manns yðar og heimilis, tekið breytingum og annarlegar hugsanir sótt að yður, sett yður úr jafnvægi og lamað dómgreind yðar. Ef þér nemið ekki staðar í tæka tíð, en látið verða alvöru úr heilabrotum yðar, held ég að þér mynduð fljótlega iðrast þess og ekki verða ánægð með sjálfa yður og það líf, sem þá biði yðar. í 20 ár hafið þér verið gift og verið ánægð með hjónabandið, segið þér, enda þótt þér hafið í rauninni aldrei verið ástfangin af manni yðar. Samt getið þér litið til baka yfir hnökra- lausa sambúð ykkar. Þér hafið staðið vel í stöðu yðar og hlotið virðingu og aðdáun þeirra, sem hafa orðið yður samferða. Þér eigið margs góðs að minnast og líf yðar hefir verið frið- sælt og þér unað því vel, allt fram til þessa. Nú hefir annar maður komið til sög- unnar. Hann yljar hjarta yðar og þér spyrjið sjálfa yður, hvort ekki sé rétt- ast, að þér fylgið raust þess, látið það ráða ferðinni það sem eftir er lífsleið- arinnar. Ég ræð það af bréfi yðar, að þér mynduð ekki verða ánægð, ef þér yfir- gæfuð mann yðar og köstuðuð yður í arma hins nýja elskhuga. Hinn nýi hafði að vísu orðið á vegi yðar fyrir 20 árum, en hefir ekki látið sjá sig allan þennan tíma, þar til nú. Milli hans og yðar eru 20 ár, sem þér þekkið ekki. En milli yðar og mannsins yðar liggja 20 sterk bönd sameiginlegra ára, — jafnvel þótt án ástar hafi þau verið. En eruð þér nú alveg viss um að þér hafið ekki verið ástfangin af manni yðar, þegar þið giftuð ykkur? Það er nefnilega ekki óalgengt fyrir- brigði, skal ég segja yður, að þegar nýr maður og ný ástarævintýri vitja konu, sem lengi hefir lifað hamingjusömu hjúskaparlífi, að henni finnist þá að hún hafi aldrei elskað fyrr, allt hið liðna hafi verið reykur og hjóm í samanburði við það sem nú hefir komið. Þetta á ekki við einungis í hjónaböndum, heldur í öllum ástar- ævintýrum, hið nýja er alltaf sterkast — fyrst í stað. Þegar svo er komið, hættir fólki við að hrópa sannfærandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Bergmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.