Bergmál - 01.09.1951, Síða 50

Bergmál - 01.09.1951, Síða 50
Bergmál ---------------------- sem því var haldið fram, að stríð við Japan og Þýzkaland væri óhjákvæmilegt, og Bandaríkin mundu þurfa milljón manna lið undir vopnum og 9 billjón doll- ara fjárveitingu til vopnakaupa. Johnson las þessa álitsgerð vandlega og sagði höfundinum að fá viðurkenningu herforingja- ráðsins á henni innan hálftíma. Þetta tókst, og Johnson fór sigri hrósandi með þetta stað- festa álit upp í Hvíta húsið á fund forseta. Hann útskýrði málin. Roose- welt reykti sígarettu og var hugsi; Harry Hopkins sat í hnipri úti í horni; Marshall, for- seti herforingjaráðsins, lagði við hlustirnar og Knudsen, bíla- smiður af guðs náð og síðar varaforseti framleiðsluráðsms, kinkaði kolli við hverja athuga- semd, sem Johnson bar fram. Þegar Johnson hafði lokið máli sínu, sagði forsetinn: „Mér eru ekki á móti skapi stórar áætlanir, en þetta er þó full- langt gengið. Þjóðin mun segja, að ég sé að leiða hana út í stríð.“ Þá segir Knudsen bílakóngur með sínum skemmtilega, danska framburði: „Herra forseti, viljið þér fá flugvélar?“ ---------------- September „Já, en ekki níu billjón doll- ara virði af þeim.“ Knudsen hélt áfram: „Yður vantar flugvélar, mig vantar peninga.“ Roosewelt linaðist: „Jæja, ég samþykki þetta hvað flugvélar snertir.“ Iðjuhöldurinn sótti í sig veðr- ið: „Herra forseti, vantar yður skriðdreka?“ Forsetinn leit kíminn á John- son: „Ég fellst á álitsgjörð yðar í höfuðdráttum. En við skulum byrja með lægri upphæð. Þú kemur fjárveitingunni niður fyrir 5 billjónir og ég skal sjá, hvað ég get fengið almenning til að fallast á ....“ Áður en Bandaríkin lentu í ófriðnum, átti Johnson í brösum við hermálaráðherrann, Wood- ring. Johnson vildi, að feiknin öll af amerískum rifflum yrði selt til Bretlands, á þeim for- sendum að meira en nóg væri til af slíku. Woodring neitaði. Þá beið Johnson ,þangað til Woodring brá sér upp í sveit, og lét þá flytja rifflana til Eng- lands. Svo labbaði hann upp í Hvíta húsið, játaði á sig „skömm- lna“ og bætti svo við í spaugi: „Herra forseti, ef ég hef brotið 48

x

Bergmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.