Bergmál - 01.09.1951, Side 53
1951
Johnson er raunsæismaður.
Auðvitað væri hann til með að
vera forseti, en hann veit, að
hann hefir enga möguleika. Til
þess er hann of óvinsæll.
Einkalíf Johnsons er fáum
kunnugt og hann skálar ekki við
„drengina" og er enginn sam-
kvæmismaður. Og um helgar
----------------- Bergmál
flýgur hann heim til sín, ef veð-
ur leyfir. Hann á heima í Clarks-
burg í Vestur-Virginíu, og á
skrifborðinu hans í einkaskrif-
stofunni er mynd af Pandit
Nehru forsætisráðherra Ind-
lands. Hún ber áletrunina: „Til
Louis, með vinarkveðju.“
Endir.
Margur borgarstjóri er vinur fólks-
ins — alveg eins og eftirfarandi saga
sýnir:
Skattgreiðandi kom inn á skrifstofu
vatnsveitunnar í litlu þorpi og gerði
grein fyrir erindi sínu:
„Nafn mitt er Nikulás. Kjallarinn
minn er fullur af vatni, og hænurnar
mínar munu drukkna, ef ekki er að
gert. Og hér stend ég til þess að fá
þetta lagfært."
Manninum var tjáð á vatnsveitu-
skrifstofunni að hann yrði að fara á
skrifstofu borgarstjórans til að fá
þessa ósk sína uppfyllta. Hann fór því
af stað aftur og ætlaði að ná tali af
borgarstjóranum. Fáeinum dögum síð-
ar kom Nikulás aftur á skrifstofu
vatnsveitunnar: „Ja, nú er ég kominn
aftur til að segja yður, að kjallarinn
minn er nú fyllri af vatni en nokkru
sinni fyrr, og að ég vil fá gert við það,
og ég er maður, sem ræð yfir atkvæð-
um.“
Vatnsveitustjórinn útskýrði aftur
fyrir Nikulási, að hann þyrfti að fara
á skrifstofu borgarstjóra til að fá leið-
réttingu mála sinna.
„Það er ekki til neins að hitta þann
mann,“ sagði Nikulás. „Vist fór ég og
hitti borgarstjórann. Það gerði ég. Og
hvað sagði hann mér svo? Hann sagði:
„Herra Nikulás, gætuð þér ekki alveg
eins haft endur?“
Hún var ein af þessum konum, sem
eru alltaf með áhyggjur út af öllu
mögulegu milli himins og jarðar, svo
að eiginmaður hennar varð ekkert
uppnæmur er hún allt í einu hrópaði
upp yfir sig í miðri kvikmyndasýn-
ingu: „Ó, Jón minn, ég held að ég hafi
gleymt straujárninu á straum!" —
„Gerir ekkert, góða mín,“ sagði Jón,
hinn rólegasti. „Ég gleymdi að skrúfa
fyrir kranann."
Kennarinn beindi spurningu sinni
að Andrési litla:
„Getur þú í stuttu máli sagt mér
hvaða breytingum Evrópukortið hefir
verið undirorpið síðast liðin 2 ár.
Andrés: Það hefir verið ferniserað
tvisvar.
„Af hverju tók lögreglan hann
fastan?"
„— O — o hann hafði of langa fing-
ur og of stutta fætur.“
51