Bergmál - 01.09.1951, Qupperneq 59

Bergmál - 01.09.1951, Qupperneq 59
1951 Bergmál yrði rík skyldi ég kaupa þannig rúm, aðeins, helmingi stærra, og með helmingi fleiri látúnskúlum. Ég blygðað- ist mín aldrei fyrir þakíbúðina okkar, það gerði þetta rúm. Það virtist svo margfalt göfugra en nokkurt annað rúm, hjá nágrönnunum okkar.“ Hún hló að þessum gömlu end- urminningum. Það leið næstum heil klukkustund, áður en hann fór, og þá fór hann tregur. Hann tók í hönd hennar; óþarf- lega hátíðlegur. „Þakka yður fyrir, Natalía, ég hafði mikla ánægju af þessu,“ sagði hann. XIII. KAFLI. Þegar Bob kom heim til sín, sá hann sér til undrunar daufa ljósrák undir svefnherbergis-hurðinni þeirra. Hvað gat Marjorie verið að gera, með ljósið logandi ennþá? Hann opnaði dymar hljóðlaust. Marjorie var ekki háttuð; Hún hafði lagzt þversum ofan á rúmið og stein- sofnað, aðeins hálf-afklædd og í morgunslopp utan yfir undirfötunum. Hann gekk hljóðlega þvert yfir dúnmjúkt gólfteppið, og stóð og horfði niður á hana. Hún var rjóð í andliti, og leit út eins og hún hefði grátið. Hann hleypti í brýnnar. Honum varð nú ljóst, að Marjorie hafði grátið oft undanfarið og að því er virtist, að ástæðu- lausu. Var hún grátgjörn vegna síns óstýriláta skaplyndis? Einn daginn gat hún verið óviðráðanlega kát og fjörug, og miðdepill allra samkvæma, sem hún var viðstödd, en svo næsta dag gat hún verið niðurdregin og oft ótrúlega tor- tryggin og þverlynd. Hann ákvað að ónáða hana ekki, heldur leggja sig á sóf- ann í herberginu við hliðina það sem eftir var nætur. Hann myndi hvort sem var, ekki geta sofið lengi, áður en morgunkaffið kæmi. Hann hafði breitt æðardúnssængina ofan á hana, og var kominn á miðja leið út úr herberginu, 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Bergmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.