Bergmál - 01.09.1951, Page 65

Bergmál - 01.09.1951, Page 65
1951 -------------—----------------—----------— Bergmál „Þér virðist vera mjög glöð yfir einhverju, Natalía,“ sagði hann um leið og hann fór úr frakkanum og tók af sér hattinn. „Já, ég er það,“ svaraði hún brosandi. „Það er afmælis- dagurinn minn, doktor Brad.“ „Afmælisdagurinn yðar, Natalía!” Hann stóð andartak, hreyfingarlaus, og starði á hana. Svo sagði hann hikandi: „Það er ágætt. Ég óska yður til hamingju. Við verðum að halda upp á afmælið. Viljið þér koma með mér út í kvöld, borða með mér kvöldverð, og dansa á eftir?“ XIV. KAFLI. Natalía starði á hann, orðlaus af undrun, hún sat sem lömuð, en andardrátturinn hafði örvazt og hjartað hamað- ist í brjósti hennar, undir hvítum sloppnum. „Ég — ég er hrædd um að ég geti það ekki,“ stamaði hún. „Vitleysa," sagði hann, „auðvitað getið þér það. Þessi ungi maður yðar, getur vissulega séð af yður eitt kvöld? Og þetta er auk þess afmælisdagurinn yðar.“ Hann hallaði sér fram yfir borðið nær henni, og bætti við í trúnaðar- rómi. „Mig langar til að bjóða yður út með mér, á afmælis- daginn yðar, viljið þér ekki koma með mér?“ Hjartað barðist enn örar í brjósti hennar, og hún svar- aði hikandi: „Jú, jú, ég vil það, doktor Brad.“ Og hún gæti hafa bætt því við, „að hún vildi það mjög gjarna!“ og „hún væri alls ekki bundin við neitt annað,“ en hún sagði aðeins: „Það er ekki þess vegna — en konan yðar. Haldið þér ekki að hún gæti orðið því andvíg?“ Hún varð vandræðaleg, og sagði ekki meira. Hann hristi höfuðið og hló biturt. „Henni er alveg sama. Hún fer sjálf út að skemmta sér í kvöld. Gerið það fyrir mig að koma, Natalía,“ hélt hann 63

x

Bergmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bergmál
https://timarit.is/publication/1971

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.