Goðasteinn - 01.09.2007, Blaðsíða 62
Goðasteinn 2007
tíma fram úr Litlu-Streitum og torleiði þó meira upp Stóru-Streitur, með öllum
sínum krókaleiðum um skriður og hamrastalla. Var þvf tekin sú ákvörðun að
leggja frekar í Fljótið sem lá þar upp undir, ríða fram yfir straumálinn og upp yfir
aftur framan við Stóru-Streitur.
Þetta var ekki beint árennilegt heldur, því þarna var yfir kolmórautt, ólgandi
jökulvatn að fara, meginálinn úr sjálfu Markarfljóti. Láðst hafði að taka Grána
minn með til baka inn eftir, svo ég var þarna hestlaus en Agúst í Teigi bauð mér á
bak fyrir aftan sig og lagði nú öll hersingin í Fljótið. Árni í Teigi fór fremstur og
þræddi brot sem lá undan straumi suður yfir en aðrir fylgdu eftir í lest. Var Ágúst
næstsíðastur með prestinn fyrir aftan sig en Guðmundur síðastur með lambshræið
fyrir framan sig.
Állinn var æði breiður og vel á miðjar síður á brotinu og því betra að hafa
vaðið fyrir neðan sig. Virtist þessu ætla að reiða vel af fram yfir miðjan álinn en
þá sáum við aftur undan okkur að Guðmund hefur eitthvað borið undan straumi.
Var ekki á að lítast þegar við sáum hann fara dýpra og dýpra með hverju feti og
skipti nú engum togum að hesturinn fer á svartakaf og knapinn með, þannig að eitt
augnablik var það eina sjáanlega húfan hans, sem þá losnaði af höfðinu og flaut
undan straumi. Næst skaut lambsskrokknum upp og bar óðfluga fram álinn. Féll
okkur nú allur ketill í eld en sem betur fór aðeins í örfá augnablik.
Það undur gerðist að aftur fór að bóla á Munda og síðan hestinum. Þeir risu nú
aftur úr djúpinu með hverju feti, eftir því sem grynnkaði er þeir nálguðust land.
Við hinir vorum komnir yfir og tókum fagnandi á móti Munda og Brún hans sem
þrætt hafði botn Markarfljóts án þess að missa fótanna. Þessum augnablikum er
ekki hægt að gleyma. Og ekki heldur snöfurmannlegum viðbrögðum Árna í
Teigi, jafnskjótt og grynnka tók á Guðmundi. Snarsnýr hann hestinum og hleypir
niður með álnum nokkur hundruð metra, og setur sig þar í Fljótið í veg fyrir
lambsskrokkinn og bjargar honum til lands. Ekkert fór því í Fljótið að þessu sinni,
nema húfan hans Guðmundar, og mátti kallast vel sloppið.
Var nú haldið niður með Fljótinu fram fyrir Stóru-Streitur þar sem lestin lagði í
álinn norður yfir, með sömu liðsskipan og áður, því ekki varð Munda hvikað frá
að taka litla Surt upp á sína arma á ný og ljúka sínu ætlunarverki. Farnaðist nú
öllum vel upp yfir straumþungan, jökulkorgaðan álinn.
Brotist áfram á dráttarvél og jeppa
Eftir fjallferðir haustið 1969 hafði sést til kinda innarlega á afréttinum og var
talið að þær hefðu komið innan af Rangárvallaafrétti eftir leitir eins og alloft kom
60