Goðasteinn - 01.09.2007, Blaðsíða 183
Goðasteinn 2007
Aðfaranótt 11. september 1947 gerði eitt mesta hvassviðri sem komið hefur í
manna minnum að sumarlagi undir Eyjafjöllum. Þá fauk mikið af heyjum hjá
sumum bændum, sérstaklega í eystri hluta hreppsins. Holtsmýri var víðáttumikið
flæðiengi, af henni hefur vikurinn skolast burt. Þar áttu margar jarðir engjar. En
langmestu engjamar átti prestssetrið Holt, þar fengu margir bændur leigðar
slægjur, því þá var búskapur í Holti orðinn lítill. Þegar veðrið kom, var úti mjög
mikið af heyi á Holtsmýri. Það fauk allt eða næsum því allt. Þar voru tveir ungir
menn frá Eyvindarholti í tjaldi um nóttina þegar veðrið skall á, þeir voru þar við
heyskap, höfðu fengið leigða slægju frá Holti og voru búnir að slá. Allt heyið fauk
og tjaldið líka en þeir skriðu til bæjar, því ekki var gengt eða stætt veður. Þá nótt
fauk þakið af hlöðunni á Ásólfsskála. Eitthvað fauk lrka af heyvinnuvélum.
Á sumum bæjum var lítið eða ekkert úti af flötu heyi en á öðrum var það meira
eða minna, það fauk víðast að mestu eða alveg.
Hér í Syðstu-Mörk var lítið úti af flötu heyi en mikið í sæti, sem sætt hafði
verið á reipi og dregið í halgdir, eins og það var kallað, af því fauk ekki að heitið
geti en nokkrar sátur höfðu farið á hliðina og ein hafði tekist á loft og fokið
nokkra faðma. Þetta hefir líklega ekki verið vel þurrt hey. Svo hefir ekki verið
eins hvasst hér og þar sem verst var. Hér á nágrannabæjunum hefur líklega ekki
heldur verið úti flatt hey að ráði. í Eyvindarholti var úti talsvert af heyi í sæti, af
því fauk ekki mikið.
Þar sem ekki er vitað hversu mikið tapaðist af heyi í þessu mikla hvassviðri er
ekki hægt að gera grein fyrir því hversu mikil áhrifin af öskufallinu sjálfu urðu á
búskapinn hér undir Eyjafjöllum.
Eins og áður hefir komið fram var mikið óþurrka- og rigningasumar 1947, sem
varð til þess að hey hröktust og urðu lélegt fóður. En forðagæsluskýrsla sýnir að
bændur á svæðinu hafa keypt mikið af síldarmjöli, maís og ýmsum öðrum fóður-
bæti til þess að bæta upp og drýgja þessi litlu og léttu hey. Þá voru fóðurblöndur
ekki komnar á markað hér.
Veturinn 1947-1948 var snjóléttur og mildur sem kom sér ákaflega vel en
vorið var nokkuð kalt.
Ég er með forðagæsluskýrslur fyrir ytri hluta Vestur-Eyjafjallahrepps (Stóra-
Dalssókn) en ekki eystri hlutann. Af þessum skýrslum má sjá hver heyfengur varð
sumarið 1947 og 1948 en í tölunum frá 1946 eru fyrningar taldar með, að minnsta
kosti að einhverju leyti. Ekki er líklegt að neinar fyrningar að ráði hafi verið til,
eftir öskuvorið og ekki heldur vorið 1948. Tölurnar á skýrslunum um heybirgðir
að hausti eru því ekki sambærilegar milli þessara ára.
Það eru tölurnar um ásetning búfjár sem gefa gleggsta mynd af því hvaða skaða
vikurfallið ásamt heyfokinu hafi gert bændunum á umræddu svæði. Á árinu 1947
voru 22 bú í Dalssókn en um eitt þeirra (Dalssel) var ekkert skráð á skýrsluna,
181