Goðasteinn - 01.09.2007, Blaðsíða 64

Goðasteinn - 01.09.2007, Blaðsíða 64
Goðasteinn 2007 Daði Sigurðsson á Barkarstöðum og Þorsteinn Guðmundsson, þá á Staðarbakka. Þeir hófu ferðina löngu fyrir dag hinn 12. nóvember, í frosti og norðansveljanda. Daginn áður hafði ég skroppið niður að Hallgeirsey og fengið lánaðar tvær litlar talstöðvar (labb-rabb-tæki) hjá Jóni Guðjónssyni bónda þar. Lét ég þá félaga taka með sér annað tækið en fór sjálfur á Scout-jeppa mínum í humátt á eftir þeim inn Hlíðina með hitt tækið í farteskinu. Eg fór af stað upp úr kl. 6 um morguninn og mun hafa verið um klukkustund á eftir þeim. Mér er það mjög minnisstætt að hvergi var Ijós að sjá á bæjum nema hjá Olafi Steinssyni og Maríu Jónsdóttur á Kirkjulæk. Þar var ljós í einum glugga. Hvergi útiljós logandi. Þetta mun mörgum þykja ótrúlegt, eins og ljósadýrðin þykir nú sjálfsögð um allar sveitir. Það er ekki lengra síðan en þetta að fólki var eðlilegt að spara í því sem hægt var og þótti sjálfsagt að vera ekki að eyða rafmagninu að óþörfu. Þau voru árrisul, hjónin á Kirkjulæk, verkaglöð og komu sínum stóra barnahópi vel til manns, fjórum dætrum og þremur sonum. Olafur var frábærlega árvökull og afkastamikill í öllum sínum störfum. Engan man ég annan sem í búmannsverkum sínum þurfti einatt að bíða þess að næsta verkefni væri tímabært að sinna. Flestum mun fara á hinn veginn að lenda fremur í tímahraki við að sinna til hlítar öllu því sem bóndamanni ber á hverjum tíma um ársins hring. María kunni líka að nýta tírnann vel, eins og steinlitamyndirnar hennar og önnur listræn handaverk hennar sýna og unnin voru mitt í öllu annríki húsmóður- starfa á stóru og barnmörgu heimili. Þau sýndu í reynd hver kjarni og kraftur hefur verið gefinn þeim stofni sem fleytti þjóð okkar í gegnum óáran og allsleysi tii þeirrar velmegunar sem nú þykir sjálfsögð og jafnvel sjálfgefin. En leiðin lá þennan morgun fyrst inn að Barkarstöðum. Þar var að venju vel við gesti tekið hvort sem að bar á nóttu eða degi. Þáði ég þar góðan beina og var ekki sleppt úr hlaði fyrr en húsráðendur, Sigurður og María, höfðu sannfærst um að ég væri vel til farar búinn að klæðnaði og nesti. Mælirinn sýndi 12 stiga frost og norðannæðingurinn var bitur. Jeppinn minn var vel búinn með gaddakeðjur á öllum hjólum og gekk mér greiðlega að fylgja förum leiðangursmanna sem á undan voru farnir, alveg inn á milli Streitna en þar lá Fljótið upp að klettahöfðanum þar sem síðar var byggður innsti garðurinn framan við Litlu-Streitur. Þar kastaðist Fljótið frá og fram á aurana og sá ég hvar undanfarar mínir höfðu beint sínu öfluga farartæki fram af skörinni en állinn lá þarna nokkuð aðþrengdur „á milli höfuðísa“, eins og áður fyrr var lýst aðstæðum við Markarfljót. Þarna varð ég að skilja bílinn eftir og leggja land undir fót. Aðeins var farið að skíma og þóttist ég sjá til ferða félaga minna í sjónauka mínum. Náði ég líka tal- sambandi við Þorstein sem var „loftskeytamaður“ leiðangursins og voru þeir þá að brjótast yfir Gilsá inn undir Hellisvöllum. 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.