Goðasteinn - 01.09.2007, Blaðsíða 219
Goðasteinn 2007
langt af bæ og á sinni ævi fór hún aldrei frá Rangánni, lét nið hennar sér af öllum
undrum veraldar nægja. Þrátt fyrir það var hún vel að sér í mörgu, víðlesin og fróð
um samtímann, umhverfi sitt og mannlífið. Þau hjónin gátu lengst ævi sinnar
dvalið í því húsi sem þau byggðu sér og drengjum sínum. Gunnar lést hinn 6.
desember 1995, eftir það dvaldi Guðrún á heimili þeirra fram til ársins 1998 og
naut aðstoðar fjölskyldu sinnar þar til hún fluttist einungis rétt yfir hlaðið í Nesi að
dvalarheimilinu Lundi þar sem hún dvaldi við góða umönnum starfsfólks. Hinn
15. júlí kvaddi Guðrún þennan heim á þann hátt sem henni var eiginlegastur, með
hæglæti og án fyrirhafnar. Hún lést á Hjúkrunar- og dvalarheimilinu Lundi á
Hellu og var útför hennar gerð frá Oddakirkju 22. júlí 2006.
Sr. Guðbjörg Arnardóttir, Odda.
/
Gunnar Asberg Helgason, Lambhaga,
Rangárvöllum
Gunnar Asberg Helgason fæddist á Selfossi 16.
janúar 1976. Hann lést á líknardeild Landspítalans í
Kópavogi 24. apríl 2006. Hann var fjórði í röð sex barna
hjónanna Ásgerðar Sjafnar Guðmundsdóttur frá
Vorsabæ í Landeyjum og Helga Svanbergs Jónssonar frá
Selalæk á Rangárvöllum en þau hófu búskap í
Lambhaga vorið 1970. Eldri systkini Ásbergs eru Helga
Dagrún, í sambúð með Steini Mássyni á Hellu, Jón Þór,
búsettur á Álftanesi; sambýliskona hans er Emilía
Þorsteinsdóttir og Guðmundur Omar, til heimilis í
Lambhaga, í sambúð með Margréti Hörpu Guðsteinsdóttur. Yngri eru Hafdís
Þórunn, búsett í Reykjavík, og Björgvin Reynir sem á heima í Lambhaga; unnusta
hans er Hildur Ágústsdóttir.
Að Ásbergi standa traustir, rangæskir stofnar í ættir fram. Móðir hans, Sjöfn í
Lambhaga, er dóttir hjónanna Guðmundar Jónssonar frá Borgareyrum og Jónínu
Jónsdóttur í Vorsabæ sem bæði eru látin, og Helgi faðir hans sem lést langt um
aldur fram í apríl 1993 var sonur Jóns heitins Egilssonar frá Stokkalæk og fyrri
konu hans, Helgu Skúladóttur frá Keldum, er bjuggu fyrst í Gunnarsholti en síðar
á Selalæk.
Ásberg sýndi ungur af sér glaðværð, jákvæðni og bjartsýni sem voru sterkir
þættir í fari hans ævilangt. í minningunni er hann síkvikur, alltaf hlaupandi, fljót-
fær stundum, aldrei hikandi eða latur, þvert á móti fús og fljótur til snúninga.
217