Goðasteinn - 01.09.2007, Blaðsíða 72
Goðasteinn 2007
af en greinilega hafði bíllinn orðið fyrir hnjaski. Reyndist hjólabúnaður að aftan
(„afturhásing") hafa skekkst nokkuð, fjaðraklemmur og miðfjaðrarbolti slitnað,
svo ekki var gott í efni.
Ekki batnaði útlitið þegar í ljós kom að ekki fundust önnur verkfæri í bílnum
en einn skiptilykill, skrúfjárn og vasaljós. En nú tók Þorri við stjórninni. Með því
að hnykkja bílnum aftur og fram tókst að rétta hjóiabúnaðinn af. Einhvern veginn
náði Þorri brotnum boltanum úr fjöðrinni og kom skrúfjárninu í hans stað. Síðan
losaði hann fjaðraklemmurnar þeim megin sem heilt var og notaði eina hvoru
megin á skakk yfir fjöðrina. Gat ég nú ekið af stað á ný og hélt þessi viðgerð það
sem eftir var ferðar, enda meiri gætni viðhöfð í akstrinum. Fleiri af félögum okkar
koinu til aðstoðar, en fengu lítið að gert nema að halda á vasaljósinu.
Eins og áður var að vikið, slógust stundum aðkomumenn í för með okkur í
seinni leitina, sér til ánægju og upplyftingar, vonandi flestir þeirra. Skiljanlega var
þeim misjafnlega lagið að leggja okkur lið, sumir ókunnugir staðháttum og smala-
venjum. Svona til dæmis um misheppnaðan smalamann, kannski eina dæmið sem
erfitt er að gleyma, ætla ég að segja smásögu af því hvernig til gekk í það sinnið.
Viðkomandi hjálparmaður hafði komið vel birgur af veigum í ferðina og neytt
þeirra ótæpilega á leiðinni inn eftir og um kvöldið í skálanum. Tókst honum
raunar að spilla svefnfriði okkar langt fram eftir nóttu með óstöðvandi gaspri og
sönglanda. Að eigin ósk hafði hann verið skipaður í göngu inn fyrir Stóra-Græna-
fjall sem þriðji maður.
Um morguninn varð hann trauðla vakinn en þó tókst með nokkurri fyrirhöfn að
búa hann til ferðar og koma honum inn í jeppann sem flutti okkur 7 saman áleiðis
inn að Skiptingarhöfða. Svaf hann alla leiðina og var nú svo „framlágur“ að hann
treysti sér vart út úr bílnum, hvað þá í gönguna. Kom okkur saman um að leyfa
honum að sofa áfram í bílnum meðan farið væri í gönguna inn fyrir Stóra-
Grænafjall. Eftir um hálfan annan tíina kom ég aftur í bílinn og ók nú sem leið lá
fram afréttinn og fylgdist með göngumönnum sem leituðu með Fljótinu. Þegar
komið var langleiðina fram að Þverá, reis farþeginn í aftursætinu skyndilega upp,
leit út um bílgluggann og sagði rámri röddu: „Var þarna kind? “ Ekki hafði hann
með öllu gleymt tilganginum með fjallferðinni!
Dýrðarland ánægjustunda
Eins og í mörgu er fram komið, sem hér hefur verið frá sagt, vil ég óhikað
fullyrða að landssvæðið inn af Fljótshlíð, beggja vegna Markarfljóts, sé eitt hið
fjölbreytilegasta og tilkomumesta sem fyrirfinnst á landinu okkar. Þar er að vísu
úr mörgu að velja til samanburðar en það sem þetta landsvæði hefur fram yfir flest
70