Goðasteinn - 01.09.2007, Blaðsíða 169
Goðasteinn 2007
mánuð í einu í skólanum og annan mánuð heima og tóku jafnan heim með sér
talsvert námsefni sem læra skyldi heima. Skagfirðingurinn Frímann Jónasson var
skólastjóri og eini fastráðni kennarinn. Kona hans hét Málfríður Björnsdóttir. Hún
var úr Skilmannahreppi, kennaramenntuð eins og Frímann, og kenndi leikfimi og
handavinnu stúlkna. Stöku sinnum ieysti hún Frímann af við kennslu ýmissa
námsgreina og bæði voru þau hjón góðir kennarar og miklir öðlingar á allan hátt.
Veturinn 1946-1947 voru þessir nemendur í yngri deildinni:
Guðlaug Ingólfsdóttir, Hellu
Margrét Oskarsdóttir, Varmadal
JónínaG. Bogadóttir Thorarensen, Kirkjubæ
Guðrún Tómasdóttir, Reynifelli
Gróa Guðjónsdóttir, Galtarholti
Jóhanna Jónasdóttir, Hellu
Jóhann Gunnarsson, Nesi
Svavar Kristinsson, Brúarlandi áHellu
Hjörtur Kristinsson, Ketlu (Ketilhúshaga)
Vignir Þórðarson, Varmalandi á Hellu
Gunnar Sigurþórsson, Þorleifsstöðum
Jón Bjarnason, Gaddstöðum
Olgeir Engilbertsson, Kaldbak
Ragnar Böðvarsson, Bolholti
Við Olgeir vorum nágrannar og leikfélagar og fylgdumst oftast að í skólann og
heim aftur.
Herbergi nemenda og íbúð Frímanns og Málfríðar voru á efri hæð skólahúss-
ins. Ibúð hjónanna var við þá hlið hússins er snýr til suðurs eða öllu heldur suð-
vesturs, út að þjóðveginum, en hinum megin í húsinu voru herbergi ráðskonunnar
og nemenda. Sneru gluggar í stelpnaherberginu móti norðvestri en í herbergi
okkar strákanna móti suðaustri. I því voru átta kojur á tveimur hæðum, fjórar við
útvegginn að norðaustan og fjórar við suðurvegginn. Ég svaf í þeirri lágkoju
sunnan megin sem nær var glugganum en kojan fyrir ofan mig var í ábúð Svavars
á Brúarlandi. Hann sá því betur en við hinir til austurloftsins.
/
Ur dagbókinni
29. mars. Við, skóladrengirnir í Strandarskóla, vöknuðum við snarpan jarð-
skjálftakipp. Við vöknuðum allir nema Gunnar. Hann svaf eins og „roddaður
167