Goðasteinn - 01.09.2007, Blaðsíða 85
Goðasteinn 2007
Á Sigursæli var 12 og 13 manna skipshöfn. Þessa fyrstu vertíð hans í Eyjum
voru skipverjarnir til húsa í Nýborg sem er lítið timburhús, byggt 1876, og stendur
enn með ummerkjum nema hvað kjallarinn hefur verið steyptur undir húsinu.
Sváfu þeir skipverjarnir í herbergi í vesturendanum sem náði yfir þvert hús. Voru
þar 6 rúm og sváfu tveir og þrír skipverjar saman í rúmi og bústýran í einu.
Þá bjuggu í Nýborg Sigurður Sveinsson snikkari og kona hans, Þóranna
Ingimundardóttir Ijósmóðir. Var heimili þeirra alhnannmargt, eins og gerðist í þá
daga og má nærri geta að þröngt hefur verið.
Þennan fyrsta vetur sem þeir á Sigursæli lágu við í Nýborg gerði Jón Guðnason
formaður einhverju sinni eftirfarandi vísur um sig, skipverja sína og bústýruna
(eina vísuna vantar):
Erlendssonur Þórður þar,
þar sér byggir hreiður.
Magnús sonur Magnúsar,
maðurinn verka greiður. 1)
Mynda vil ég mœrðartón,
menn, efað því hyggja,
Einar, Markús og hann Jón
innsta rúmið byggja. 2)
Guðmundssonur Guðmundur,
garpur valinkunni.
Svo er Hreinn og Sæmundur,
Selsfrá hjáleigunni 3)
Þorvaldur og Þóroddur,
þeir eifriðinn brjóta.
Mœtur líka Magnúss bur,
mun hann Jón tilfóta. 4)
Vil ég geta Valgerðar,
vel sem þykir hlýða,
ein í rúmi unir þar,
elsku hjartað blíða. 5)
Skýringar:
]. Þórður Erlendsson, Vatnshól, Austur-
Landeyjum. Magnús Magnússon, Kirkju-
landi, Austur-Landeyjum, átti lengi heima
á Túnsbergi í Vestmannaeyjum, býr nú
einn í Fíflholtsnorðurhjáleigu í Vestur-
Landeyjum.
2. Einar Sigurðsson, Fagurhól, Austur-
Landeyjum, bróðir Steins skálds og
skólastjóra í Vestmannaeyjum. Markús
Magnússon, Kirkjulækjarkoti, Fljótshlíð.
Þar býr nú Guðni sonur hans. Jón Guðna-
son, formaðurinn.
3. Guðmundur Guðmundsson, Hólmum,
Austur-Landeyjum, nú í Hrísnesi í Vest-
mannaeyjum. Hreinn og Sælmundur voru
bræður frá Selshjáleigu, Austur-
Landeyjum. Hreinn var faðir Hannesar á
Hæli í Vestmannaeyjum.
4. Þorvaldur Símonarson, Krosshjáleigu,
Austur-Landeyjum. Er nú hjá venslafólki
sínu í Hallgeirseyjarhjáleigu. Þóroddur
Sigurðsson, Búðarhólshjáleigu, Austur-
Landeyjum og Jón Magnússon, Strandar-
höfða, Vestur-Landeyjum.
5. Valgerður Gestsdóttir, Krossi, Austur-
Landeyjum. nú Uppsölum, Vestmanna-
eyjum.
83
L