Goðasteinn - 01.09.2007, Blaðsíða 225
Goðasteinn 2007
Hörður Valdimarsson, Nestúni 17, Hellu
Hörður Valdimarsson fæddist í Reykjavík hinn 9.
febrúar árið 1925. Foreldrar hans voru hjónin Guðrún
Vilhjálmsdóttir húsfreyja frá Meiri-Tungu í Holtum og
Valdimar Stefánsson múrari frá Páfastöðum í Skagafirði.
Hann var næstelstur 10 barna er þeim fæddust. Elstur var
Þráinn, þá tvíburarnir Vilhjálmur og Stefán sem dó
liðlega ársgamall árið 1927, því næst Ásdís, Erla, Hrafn-
hildur, Stefán Jóhann og yngstir tvíburarnir Sverrir og
Haukur. Hörður ólst upp í Reykjavík til 7 ára aldurs en
fluttist þá ásamt fjölskyldu sinni að Hornbjargsvita í
Norður-ísafjarðarsýslu þar sem faðir hans gerðist vita-
vörður.
Dvölin vestur við Hornbjarg og hin mikla nálægð við öfl náttúrunnar, bæði blíð
og stríð, mótaði Hörð án efa í ýmsu tilliti og þroskaði góðar gáfur hans. Hafið
heillaði hann alla ævi og fjölbreytileiki lífríkisins, fuglalíf og gróðurfar varð
honum kunnuglegt og áleitið áhugaefni alla tíð síðan. Hann var náttúrubarn, opinn
og næmur fyrir undrum og stórmerkjum lífsins sem birtast manninum dag hvern í
iðu þess og andrá hraðfleygrar stundar.
Sár harmur var kveðinn að fjölskyldunni haustið 1935 er skæður kíghósta-
faraldur geisaði í landinu og barst til hinnar afskekktu byggðar á Hornbjargi.
Guðrún, móðir Harðar, og tvíburarnir ungu sem þá voru þriggja mánaða hvítvoð-
ungar veiktust öll og dóu í sömu vikunni. Þessi bitra reynsla setti mark sitt á fjöl-
skylduna alla svo sem von var en Hörður var þá 10 ára gamall. Var hann með föð-
ur sínum og systkinum á Hornbjargsvita til vors. Þá skildu leiðir er Hörður fór í
fóstur til hjónanna Soffíu og Jónatans Líndal á Holtastöðum í Langadal í Austur-
Húnavatnssýslu. Þar ólst hann upp síðan við ástríki og umhyggju fjölskyldunnar
en fyrir voru á bænum fjögur börn, þau Jósafat og Margrét sem nú eru látin,
Hjördís og Haraldur Holti. Þessu fólki bast Hörður ævilöngum tryggðaböndum og
heimilið og fjölskyldan á Holtastöðum voru honum afar kær í minningunni.
Hörður naut barnafræðslu sveitarinnar eins og þá tíðkaðist og fór 17 ára gamall
til náms á Hvanneyri, þaðan sem hann lauk búfræðiprófi lýðveldisvorið 1944.
Næstu 5 árin vann hann að búinu á Holtastöðum uns hann fluttist til Reykjavíkur
1949. Hann var þá heitbundinn eftirlifandi eiginkonu sinni, Jórunni Erlu, dóttur
Bjarna Guðmundssonar, sjómanns og ökukennara í Reykjavík og fyrri konu hans,
Gyðu Guðmundsdóttur. Hörður og Erla gengu í hjónaband 13. febrúar 1951. Börn
þeirra eru fjögur; í aldursröð talin: Bjarni Rúnar, búsettur í Keflavík. Sambýlis-
223