Goðasteinn - 01.09.2007, Blaðsíða 33
Goðasteinn 2007
vegurinn allt of mjór og skurðurinn allt of nálægt veginum. Þó að hann hefði
aðeins verið búinn að fá sér neðan í því, hvað með það? Hann missti prófið í þrjú
ár og það fannst honum harður dómur. Reyndar hafði hann verið tekinn áður en
þurfti eitthvað að vera að blanda því saman? Þetta voru tvö aðskilin mál eða þrjú
eða voru þau kannski fleiri? Hann var ekki viss. Skrítið hvað hann gat alltaf verið
minnislaus eftir að hann datt í það. Svo þegar hann mátti taka prófið upp á nýtt þá
þurfti löggan endilega að vera að flækjast á veginum þegar hann var á leiðinni
heim úr réttunum á Zetornum með kerruna aftan í og krakkana á kerrunni. Atti
hann kannski að skilja þá eftir? Ekki hefði Björg verið ánægð með það. Fjandans
afskiptasemi alltaf í þessari löggu. Hvað halda þeir eiginlega að þeir séu? Þeir sem
keyra svo sjálfir fullir þegar þeir eru ekki á vakt. Ekki var það honum að kenna þó
að sveitungar hans vildu endilega gefa honum að súpa á réttarpelunum. Reyndar
hafði hann ekkert á móti því að smakka, svona rétt til að vita hvaða tegundir væru
í boði og ekki gat hann að því gert þó að vínið hefði þessi áhrif á hann. Björg
sagði alltaf að hann yrði að hætta að drekka. Kannski hafði hún rétt fyrir sér, eins
og reyndar alltaf. Hann var samt ekki viss um að þetta væri neitt vandamál hjá sér.
Hvað með það þó hann skvetti stundum í sig? Það gerðist ekki oft núorðið,
einstaka sinnum á kvöldin og svo stundum um helgar. Kannski myndi hann fara í
meðferð einhvern daginn, sennilega, en bara ekki alveg stax. Það yrði nú eftirsjá í
því að mega aldrei finna á sér eða það hélt hann. Fjandi hvað maður var alltaf
kátur og hress með víni. Og stelpurnar maður, merkilegt hvað hann horfði
öðruvísi á þær þegar hann var aðeins við skál. Þá virtist hann alveg gleyma Björgu
sinni eða það sagði hún. Hann var ekki viss um að það væri alveg rétt hjá henni.
Það var bara svo gaman að dansa við þessar ungu stelpur, þær eru svo stinnar en
samt svo mjúkar og sveigjanlegar. Björg hafði nú líka verið svona einu sinni en
það var nú svo langt síðan fannst honum. Það voru reyndar ekki nema átján ár en
það er nú samt langur tími í heilli mannsævi. Svala dóttir þeirra var orðin sautján
ára. Hún var undurfalleg stúlka fannst honum. Svolítið lík mömmu sinni, eins og
hún hafði verið, há og grönn með ljóst sítt hár og himinblá augu. Þessi augu.
Drottinn minn hvað þau gátu verið yndislega blá og falleg. Hann hafði fallið í stafi
þegar hann horfði í augu hennar í fyrsta sinn. Það mundi hann vel. En þessi augu
gátu líka verið hvöss og stingandi. Sérstaklega þegar hann kom fullur heim, sem
gerðist nú reyndar ekki oft, að honum fannst, og þó, kannski þurfti hann að taka
sig á. Hann var ekki alveg tilbúinn til þess. Af hverju voru allir að skipta sér af
honum? Hann gat alveg séð um sig sjálfur. Hafði hann ekki gert það þegar Björg
var ekki heima? Hann vissi ekki betur. Hvað með það þó að mjaltatíminn færðist
eitthvað til? Ekki gat hann að því gert þó að klukkan gengi svona hratt. Og ekki
kvörtuðu kýrnar neitt. Reyndar bauluðu þær dálítið mikið síðast, varð hann að
viðurkenna, enda orðnar svangar þegar hann kom heim. Eins gott að Björg vissi
31