Goðasteinn - 01.09.2007, Side 33

Goðasteinn - 01.09.2007, Side 33
Goðasteinn 2007 vegurinn allt of mjór og skurðurinn allt of nálægt veginum. Þó að hann hefði aðeins verið búinn að fá sér neðan í því, hvað með það? Hann missti prófið í þrjú ár og það fannst honum harður dómur. Reyndar hafði hann verið tekinn áður en þurfti eitthvað að vera að blanda því saman? Þetta voru tvö aðskilin mál eða þrjú eða voru þau kannski fleiri? Hann var ekki viss. Skrítið hvað hann gat alltaf verið minnislaus eftir að hann datt í það. Svo þegar hann mátti taka prófið upp á nýtt þá þurfti löggan endilega að vera að flækjast á veginum þegar hann var á leiðinni heim úr réttunum á Zetornum með kerruna aftan í og krakkana á kerrunni. Atti hann kannski að skilja þá eftir? Ekki hefði Björg verið ánægð með það. Fjandans afskiptasemi alltaf í þessari löggu. Hvað halda þeir eiginlega að þeir séu? Þeir sem keyra svo sjálfir fullir þegar þeir eru ekki á vakt. Ekki var það honum að kenna þó að sveitungar hans vildu endilega gefa honum að súpa á réttarpelunum. Reyndar hafði hann ekkert á móti því að smakka, svona rétt til að vita hvaða tegundir væru í boði og ekki gat hann að því gert þó að vínið hefði þessi áhrif á hann. Björg sagði alltaf að hann yrði að hætta að drekka. Kannski hafði hún rétt fyrir sér, eins og reyndar alltaf. Hann var samt ekki viss um að þetta væri neitt vandamál hjá sér. Hvað með það þó hann skvetti stundum í sig? Það gerðist ekki oft núorðið, einstaka sinnum á kvöldin og svo stundum um helgar. Kannski myndi hann fara í meðferð einhvern daginn, sennilega, en bara ekki alveg stax. Það yrði nú eftirsjá í því að mega aldrei finna á sér eða það hélt hann. Fjandi hvað maður var alltaf kátur og hress með víni. Og stelpurnar maður, merkilegt hvað hann horfði öðruvísi á þær þegar hann var aðeins við skál. Þá virtist hann alveg gleyma Björgu sinni eða það sagði hún. Hann var ekki viss um að það væri alveg rétt hjá henni. Það var bara svo gaman að dansa við þessar ungu stelpur, þær eru svo stinnar en samt svo mjúkar og sveigjanlegar. Björg hafði nú líka verið svona einu sinni en það var nú svo langt síðan fannst honum. Það voru reyndar ekki nema átján ár en það er nú samt langur tími í heilli mannsævi. Svala dóttir þeirra var orðin sautján ára. Hún var undurfalleg stúlka fannst honum. Svolítið lík mömmu sinni, eins og hún hafði verið, há og grönn með ljóst sítt hár og himinblá augu. Þessi augu. Drottinn minn hvað þau gátu verið yndislega blá og falleg. Hann hafði fallið í stafi þegar hann horfði í augu hennar í fyrsta sinn. Það mundi hann vel. En þessi augu gátu líka verið hvöss og stingandi. Sérstaklega þegar hann kom fullur heim, sem gerðist nú reyndar ekki oft, að honum fannst, og þó, kannski þurfti hann að taka sig á. Hann var ekki alveg tilbúinn til þess. Af hverju voru allir að skipta sér af honum? Hann gat alveg séð um sig sjálfur. Hafði hann ekki gert það þegar Björg var ekki heima? Hann vissi ekki betur. Hvað með það þó að mjaltatíminn færðist eitthvað til? Ekki gat hann að því gert þó að klukkan gengi svona hratt. Og ekki kvörtuðu kýrnar neitt. Reyndar bauluðu þær dálítið mikið síðast, varð hann að viðurkenna, enda orðnar svangar þegar hann kom heim. Eins gott að Björg vissi 31
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244
Side 245
Side 246
Side 247
Side 248
Side 249
Side 250
Side 251
Side 252

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.