Goðasteinn - 01.09.2007, Blaðsíða 223
Goðasteinn 2007
búinu á Arnkötlustöðum en þar hafði ætt Salvarar búið frá 1801. Ekki hafði verið
nema sumarbúseta á Arnkötlustöðum í nokkur ár en Salvör og Hannes endurreistu
bæði hús og búskap með fjárstofni og svínarækt og góðum vélakosti og þar stóðu
jafnan fallegir bílar í hlaði.
Hannes var lengi formaður sóknarnefndar Arbæjarkirkju, var hringjari og söng
í kirkjukórnum. Fólk hans kom allt að kirkjustarfinu og sonurinn Hannes Birgir er
organisti kirkjunnar. Starf Hannesar við Arbæjarkirkju verður aldrei metið sem
vert væri og þar nutu sín forystuhæfni hans og verkþekking, velvild hans og gáfur.
Börn Salvarar og Hannesar eru fjögur: Hannes Birgir fæddur 1960, rafvirki og
tónlistarmaður. Kona hans er Arndís Fannberg hjúkrunarfræðingur og börn þeirra
eru Hannes Árni og Guðný Salvör. Steinunn Heiðbjört íþróttafræðingur, fædd
1962, gift Arnari Jónssyni rekstrarstjóra. Þau eiga Ernu Kristínu og Friðgeir
Atla. Hafsteinn Jóhann fæddur 1971, búfræðingur. Sonur hans er Almar Hannes.
Hugrún Fjóla fædd 1974, ferðamála- og markaðsfræðingur.
Árið 2000 var Ijóst að Hannes hafði Alzheimersjúkdóminn. Einmitt um þær
mundir tóku þau Hannes Birgir og Arndís við búinu á Arnkötlustöðum. Hannes
var heima svo lengi sem unnt var en fór á sjúkradeild Dvalarheimilisins Lundar á
Hellu í septemberbyrjun 2002 og dó þar hinn 24. maí árið 2006.
Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir
Jón Hermann Pálsson, Hjallanesi
Hermann var borinn og barnfæddur í Hjallanesi þann
27. nóvember 1926. Foreldrar hans voru Páll Þórarinn
Jónsson bóndi í Hjallanesi og kona hans Halldóra Odds-
dóttir frá Lunansholti.
Hermann ólst upp í foreldrahúsum og einkenndist
bernskuheimili hans af menningu og nryndarskap á alla
lund og mótaði hug hans og hönd frá unga aldri sem
samfara góðu upplagi lagði grunn að farsælu lífshlaupi.
Hann var fjórði í röð sex systkina en þau eru Oddrún
Inga, Elsa Dóróthea, Ingólfur, Jón Hermann, Auðbjörg
Fjóla, og Oddur Ármann.
Hermann naut hefðbundinnar barnafræðslu í uppvextinum, tók snemma þátt í
bústörfunum og í fyllingu tímans hleypti hann heimdraganum en rétt eftir ferm-
ingu réðist hann til Erlendar Jónssonar á Hárlaugsstöðum og vann hjá honum,
bæði að búinu í mörg ár sem og í vegavinnu á sumrin undir hans verkstjórn, uns
hann tók við hefli Vegagerðarinnar, þá tvítugur að aldri, og starfaði á honum
221