Goðasteinn - 01.09.2007, Blaðsíða 144
Goðasteinn 2007
Sæmundur hefur þó ekki talist til mestu höfðingja á veraldarvísu, megi marka
það að í Kristnisögu er yfirlit yfir hina mestu þeirra árið 1118 en þar er Sæmundur
ekki nefndur þótt hans sé annars getið þrisvar í verkinu og talinn besti klerkur
sem verið hafi á íslandi. Hann er líka kallaður höfðingi í þessu sama verki,
Kí'istnisögu, en sarnt ekki talinn til hinna mestu höfðingja.4
Vitað er að Sæmundur stofnaði staðinn í Odda, á föðurleifð sinni, og lagði þá
grunn að stórveldi, lrklega um 1100. Með hinu kirkjusögulega hugtaki „staður“ er
átt við að hann gaf kirkjunni í Odda og dýrlingi hennar, víst heilögum Nikulási,
alla heimajörðina, með gögnum og gæðum. Kirkjan varð þannig eins konar sjálfs-
eignarstofnun en þó á Sæmundur að hafa áskilið sér og erfingjum sínum forráða-
réttinn og varðveislu, eftir því sem segir í Árna sögu biskups.^ Hinir elstu og auð-
ugustu staðir urðu mjög mikilvægir og má auk Odda nefna Breiðabólstað í Fljóts-
hlíð og Reykholt í Borgarfirði.
Fastar tekjur staðarins í Odda urðu miklar og freistandi er að tengja það
Sæmundi enda segir í Jóns sögu hins helga, þ.e. sögu Jóns biskups Ögmunds-
sonar, að Sæmundur hafi verið einn mesti nytjamaður Guðs kristni á Islandi og
það er talið Jóni til lofs að hafa tekist að lokka hann frá námi út til Islands. Um
veru þeirra Sæmundar í Odda og Jóns á Breiðabólstað í Fljótshlíð segir í sömu
sögu: „Þeir prýddu báðir mjög heilagar kirkjur, þær er þeir höfðu að varðveita, í
mörgum hlutum og þjónuðu þeirn lítillátlega ...“. Þá segir að þeir hafi fjölgað
kennimönnum á hvorri kirkju. Þeir hafa því aflað stöðunum tekna og styrkt þá
margvíslega. Þeir miðluðu kenningum og mörgum öðrum farsællegum hlutum til
þeirra sem bjuggu í nánd, segir þar enn fremur.6
Freistandi er að líta svo á að Oddi hafi farið að skipta máli af því að Sæmundur
stofnaði þar stað. Þarna reis miðstöð í héraðsríki og þarna blómstraði menning,
bæði erlend lærdómsmenning og innlend sagnamenning. Ungir menn lærðu
klerkleg fræði í Odda og er stundum talað um „skóla“ í því sambandi en er
kannski hæpið; en Oddi var mikið menntasetur.
Eiginlegur stórveldistími Oddaverja virðist hafa byrjað að marki í tíð Jóns
Loftssonar, sonarsonar Sæmundar. Ekki síðar en um 1190 höfðu Oddaverjar náð
undir sig öllum goðorðum í Rangárþingi og Oddi varð miðstöð í héraðsríki. Jón
naut þess vafalítið sem höfðingi að vera dóttursonur Noregskonungs. Staða
Oddaverjans meðal innlendra höfðingja var einstök, til hans var jafnan vikið
erfiðum deilumálum til úrlausnar. Sæmundur sonur Jóns sat í Odda eftir föður
sinn og í tíð hans töldust Oddaverjar öðrum höfðingjaættum fremri en um 1220
fór að halla undan fæti. Því fór þó fjarri að saga Oddaverja væri á enda, þeir létu
enn til sín taka á fyrri hluta 14. aldar. Vandinn var hins vegar að ættin missti Odda
í staðamálum síðari, formlega við lok staðamála árið 1297.
142