Goðasteinn - 01.09.2007, Blaðsíða 228
Goðasteinn 2007
Lund 1. júní s.l. þar sem hún naut nærfærinnar hjúkrunar starsfólks alls og vilja
aðstandendur færa fyrir það þakkir.
Ingileif hafði sterkar taugar til æskuslóðanna í Hlíðinni og hélt góðu sambandi
við fjölskylduna þótt ferðir hennar á fornar slóðir yrðu kannski ekki tíðar í seinni
tíð.
Hún var atorkukona, ólst upp á kreppuárunum og vann hörðum höndum til að
komast áfram í lífinu. Hún gekk með bónda sínum til allra verka enda var
starfsþrek hennar gríðarlegt. Hún var hlédræg en samt litríkur persónuleiki, hafði
milda framkomu þar sem sjaldan var langt í kímni og létt glens en til þess var
tekið hversu hún bjó að Ijúfri lund og hlýrri og jákvæðri afstöðu til manna og
málefna. Hún hafði einstakt lag á að vera hvetjandi og uppörvandi. Hún hafði
sterka réttlætiskennd og bar skykkju sína á báðum herðum þegar kom að því að
vera sjálfri sér samkvæm í stóru sem smáu og sýna ávallt eindregna samstöðu með
þeim sem áttu undir högg að sækja í samfélaginu; og þeir sem lægst voru settir
áttu samúð hennar óskipta.
Hún naut þess að sinna barnabörnum sínum og lagði sig fram í því efni enda
urðu þau hænd að henni og þótti afar vænt um ömrnu sína. Þar má einnig nefna
langömmubörnin.
Líf hennar var ekki alltaf dans á rósum en hún lét aldrei deigan síga, stóð sig í
þeirri baráttu sem ekki varð undan vikist.
Ingileif Þóra Steinsdóttir andaðist á Hjúkrunarheimilinu Lundi á Hellu mið-
vikudaginn 6. des. (5. des.?) s.l. og var útför hennar gerð frá Breiðabólstaðarkirkju
16. des. 2006.
Sr. Önundur Björnsson, Breiðabólstað
Ingólfur Guðmundsson, Króki
Ingólfur Guðmundson var borinn og barnfæddur í Króki í
Asahreppi þann 27. maí 1927, sonur hjónanna Guðrúnar
Gísladóttur frá Arbæjarhelli og Guðmundar Olafssonar í
Króki en ætt hans hafði búið í Króki frá árinu 1818. Hann
var 10. í röð 14 systkina. Elst var Guðrún Lovísa, þá
Viktoría Guðrún, Guðbjartur, Olafur, Eyrún, Hermann,
Kristín, Dagbjört, Sigurbjörg, þá Ingólfur, Valtýr, Ragn-
heiður, Gísli og yngst er Sigrún.
Móðir þeirra andaðist þegar yngsta systkinið var á
fjórða ári og það kom í hlut Guðmundar föður þeirra að
226