Goðasteinn - 01.09.2007, Blaðsíða 227
Goðasteinn 2007
að henni laut. Hann sótti mikla lífsfyllingu í bóklestur, og heyjaði sér þar góðan
forða, var vel að sér og víða heima, áhugasamur og margfróður um land og þjóð,
aðstæður fólks, byggðir og staðhætti af lestri og ferðalögum en þau hjón ferðuðust
víða um land og einnig erlendis; fóru m.a. víða um Evrópu og Norður-Ameríku.
Banamein Harðar gerði vart við sig í febrúarmánuði 2006. Þar var um að ræða
MND-sjúkdóminn sem svo er nefndur, afltaugalömun í hálsi, sem gekk hratt fram.
Hörður var á sjúkrahúsi í Reykjavík um mánaðartíma en síðan heima fram yfir
miðjan maímánuð er hann fór á Lund þar sem hann lést hinn 3. júlí 2006. Hörður
var jarðsunginn í Odda hinn 8. júlí.
Ingileif Þóra Steinsdóttir frá Kollabæ
Ingileif Þóra fæddist á Lambalæk í Fljótshlíð 27. nóv.
1908. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurbjörg Dóróthea
Gunnarsdóttir húsfreyja, f. 1875, d. 1969, og Steinn Þórð-
arson bóndi á Kirkjulæk, f. 1882, d. 1979. Ingileif var elst
þriggja systkina en hin voru Gunnbjörg, f. 1910, d. 1992,
og Ólafur, f. 1911, d. 1993. Auk þeirra ólst Guðrún Hulda
upp með þeim frá frumbernsku. Hún er f. 1925, búsett í
Kópavogi.
Ingileif giftist Sveini Sigurþórssyni frá Kollabæ árið
1934 hér í Breiðabólstaðarkirkju. Hann var f. 1904 og lést
1978, sonur hjónanna Sigríðar Tómasdóttur og Sigurþórs
Ólafssonar í Kollabæ. Þau stofnuðu heimili sitt í Kollabæ og hófu þar búskap á
helmingi jarðarinnar á móti foreldrum Sigurþórs, eldri hjónin bjuggu í vestur-
bænum en þau yngri í austurbænum. Þau eignuðust þrjár dætur sem eru Steinunn
Dóróthea f. 28. ágúst 1933, gift Jóni Stefánssyni, búsett í Reykjavík, og eiga þau
þrjú börn. Næst var stúlka f. 1. nóv. 1934. Hún lést 3. jan. 1935 aðeins tveggja
mánaða gömul. Sigríður f. 30. maí 1939, gift Ágústi Ólafssyni, búsett í Reykjavík
og eiga þau þrjú börn. Yngst er svo Sigurbjörg f. 10. júní 1950, gift Viðari Páls-
syni, búsett hér í Fljótshlíð og eiga þau fjögur börn.
Eftir að Sveinn lést árið 1978 flutti Ingileif til Steinunnar dóttur sinnar og Jóns
eiginmanns hennar sem önnuðust hana af stakri kost- og nærgætni í 28 ár. Slíkt er
ekkert sjálfgefið og fyrir þá óeigingirni, hlýju og alúð skal Steinunni og Jóni
þakkað hér og nú. Vegna veikinda sinna flutti Ingileif síðan á hjúkrunarheimilið
Sr. Sigurður Jónsson
225