Goðasteinn - 01.09.2007, Blaðsíða 238
Goðasteinn 2007
Síðastliðin ár dvaldi Óskar á dvalarheimilinu Lundi á Hellu og andaðist þar 22.
nóvember 2006 níræður að aldri.
Utför hans fór fram frá Skarðskirkju 30. nóvember 2006.
Sr. Halldóra J. Þorvarðardóttir, Fellsmúla
Rakel Guðrún Aldís Benjamínsdóttir, Læk
Rakel Guðrún Aldís Benjamínsdóttir var fædd í Reykja-
vík þann 26. janúar 1947. Foreldrai' hennar voru Sigur-
borg Andrésdóttir og Benjamín Guðmundsson. Hún ólst
upp í Reykjavík hjá móður sinni ásamt yngri systur sinni,
Helgu. Hálfbræður hennar samfeðra voru Þorgrímur,
Rúnar og Svavar. Kærleikurinn og samheldnin milli
móður og dætra var veganestið sem dugði vel. Hún var
enn ung að árum þegar þeir komu í ljós eiginleikarnir
sem fylgdu henni alla ævi, hugrekkið, hugmyndauðgin
og glaðværðin. Og því, eftir hefðbundna skólagöngu,
réðst hún sem „au pair“ til Englands og dvaldi þar í heilt
ár og var sú dvöl þar henni mikill lærdómur.
Fljótlega eftir heimkomuna lágu leiðir þeirra saman, hennar og lífsföru-
nautarins og eftirlifandi eiginmanns Andrésar Eyjólfssonar frá Eskifirði og gengu
þau í hjónaband á gamlársdag 31. des. 1966 og hófu búskap sinn, fyrstu árin í
Hafnarfirði og Reykjavík en fluttu þá til Keflavíkur þar sem þau bjuggu í 4 ár. Um
áramótin 1979-1980 fluttu þau til Sandgerðis þar sem heimili þeirra stóð allt þar
til þau festu kaup á jörðinni Læk í Holtum og fluttu þangað árið 1995. Börnin
fæddust eitt af öðru, uns þau urðu fjögur, Sigurborg Sólveig, Guðrún, Lilja Björk,
Eyjólfur Jóhann sem lést aðeins tæpra tveggja ára gamall eftir erfið veikindi og
fóstursonurinn Örvar Harðarson
Arin sem í hönd fóru voru ár barnauppeldis og fjöskyldulífs. Rakel var bjartsýn
og framsýn og ódeig að takast á við nýstárleg verkefni. Hún var kona mikillar
gerðar. Ekkert var srnátt eða smásmugulegt í fari hennar. Hún var hreinskiptin og
heiðarleg. Fátt var fjær henni en að sýnast en vera ekki. Með þeim hjónum var
jafnræði þótt ólík væru í mörgu. Þau styrktu hvort annað í lífi og starfi og hvöttu
hvort annað til dáða. Það sýnir samstöðu þeirra hjóna, kjark og áræði hvað best
þegar þau tóku ákvörðun um að kaupa og taka við búi í fullum rekstri, eins og þau
gerðu þegar þau festu kaup á Læk fyrir rúmum 10 árum, en þar með hafði einnig
langþráður draumur hennar ræst - að búa í sveit.
236