Goðasteinn - 01.09.2007, Blaðsíða 217
Goðasteinn 2007
Guðmundur Karl Guðmundsson frá Syðri-Hól,
Vestur-Eyjafjöllum
Guðmundur Karl fæddist foreldrum sínum Guðmundi
Péturssyni og Auðbjörgu Guðmundsdóttur, í Syðri-Hól,
13. september 1957 en eldri bróðir hans, Sigurjón Björn,
fæddist 1955. Guðmundur og Bogga bjuggu stutt saman
og Uutti Bogga þá aftur á heimili sitt í Syðri-Hól til for-
eldra sinna, Katrínar og Guðmundar, og Guðrúnar systur
sinnar og manns hennar Jónasar sem stuttu síðar hófu þar
búskap.
í þessu litla húsi virtist baðstofan svo stór með rúm-
unum mörgu og gleðinni sem þar ríkti. A heimilið kom Hrefna Magnúsdóttir og
varð ein af stórfjölskyldunni og síðan fæddust börn Jónasar og Guðrúnar, Auðunn
Óskar og Katrín Björg. Þau öll saman voru umhverfis Kalla eins og hann var
kallaður og gáfu honum innsýn í ævintýri og drauma sína sem hann tók á móti á
sinn hátt. Tónlist og myndaalbúm glöddu hann einna mest því í hljómlistinni og
myndunum lifði hann sína vökudrauma sem hann sjálfur stjórnaði.
Móðir hans umvafði hann kærleika og vernd. Næstum án fyrirvara lést hún um
jólin 1978 og tengdist þá Kalli ömmu sinni og heimilisfólkinu enn meira. Hann
þurfti ákveðna vernd vegna meðfæddra veikleika, hættu á beinbroti og því sem
síðar uppgötvaðist sem var hjartagalli. Kalli aðlagaði sig þessu og gætti þess sem
amma hans og móðir höfðu kennt honum, að hafa allt í röð og reglu í kring um sig
með sinni sérstöku og eftirminnilegu snyrtimennsku.
1993 flutti hann í nokkra mánuði til Sigurjóns bróður síns sem kom honum á
Sambýlið á Árvegi 8 á Selfossi. Þar eignaðist hann nýtt heimili, átti sitt herbergi
og sína vini á sambýlinu og stuðningsaðila, Ólaf Bechmann, ásamt yndislegu
starfsfólki sem aðstandendur þakka fyrir að hann skyldi hafa kynnst, ásamt öllum
vinum hans þar. Hann gékk að vinnu á sínum verndaða vinnustað sem hann tók
mjög alvarlega. Hann lagði sig fram og vandaði sérstaklega það sem honum var
trúað fyrir og vildi alls ekki láta trufla sig í vinnunni. Og með heimilisfólki og
starfsfólki fór hann í ferðalög innanlands og erlendis sem hann sagði fólkinu sínu
frá.
Hann heimsótti bróður sinn til Reykjavíkur og fólkið sitt á Efri- og Syðri-Hól,
en Inga kona Auðuns Óskars var honum sérstaklega kær, jafnvel svo að hann
kallaði hana stundum kærustuna sína. Með fólkinu sínu og starfsfólkinu á heimili
hans naut hann hvers dags með tilhlökkun að mæta nýjum degi. Það er sannarlega
þakkarefni að eiga að heimili eins og Sambýlið á Árvegi 8, þar sem hann þrosk-
215