Goðasteinn - 01.09.2007, Blaðsíða 245
Goðasteinn 2007
Valgerður Einarsdóttir frá Núpi I,
Vestur-Eyjafjöllum
Valgerður fæddist í Nýjabæ 15. mars 1922, foreldrum
sínum, hjónunum Einari Einarssyni frá Nýjabæ og
Katrínu Vigfúsdóttur frá Brúnum og var elst 7 systkina,
þeirra Kristínar, Ingveldar heitinnar, Auðar, Einars heit-
ins, Leifs og Pálheiðar. Heimilið var mannmargt og hús-
móðirin ljósmóðir sveitarinnar sem oft var kölluð að
heirnan til ljósmóður- og hjúkrunarstarfa sem hún sinnti
með svo sérstökum hætti af hógværð og kærleika.
Það var ekki auðvelt fyrir heimilið að takast á við kreppuárin, byggja allt upp
og búa af öllu sem til féll. Því hefur reynt á elstu dótturina Valgerði sem lærði af
móður sinni útsjónarsemi, ósérhlífni og gætni, það að mæta öllum viðfangsefnum
til þess að leysa þau, án þess að hafa mörg orð um það og að vera trausts verð.
Eftir 1940 sótti hún vetrarvinnu til Reykjavíkur nokkra vetur og lauk þar hús-
mæðranámi en vann annars fyrir heimilið í Nýjabæ.
1950 trúlofaðist hún Ragnari Guðmundssyni í suðurbænum að Núpi, sem hafði
ungur staðið að búi með foreldrum sínum og síðar með móður sinni og systkinum.
Áður en Valgerður gat flutt að Núpi þurfti að stækka bæinn um tvö herbergi fyrir
þau en á þeim árum fæddust elstu börnin þeirra í Nýjabæ, Eygló 1951 og Sigrún
1952. Þau giftu sig 1952 og ári síðar fluttist Valgerður að suðurbænum að Núpi.
Þar fæddust þeim hin börnin, Einar 1954, Guðmundur 1960 og Ragnar Valur
1967.
Við tóku árin þeirra beggja, að búa vel á lítilli jörð á heimilinu með Sigríði
Sigurðardóttur móður Ragnars, bróður hennar og börnum í skjóli fjallsins við hlið
lækjarniðarins, fjallsins, sem þó gat rnagnað veðurofsa og hent frá sér björgum og
lækjarins sem gat orðið að fljóti. Þannig er lífið einnig, svo oft með andstæðum og
viðfangsefnum að takast á við. Það gerðu þau tvö saman, samhent og hamingju-
söm, áræðin og vinnusöm. Þau alltaf saman, hann glettinn og gamansamur en hún
íhugul og grandvör.
Hún stjórnaði í herbergjum þeirra án margra orða og börnum sínum með
viðmóti sínu einu saman sem þau muna eftir og eiga eftir á erfitt með að skilja. Og
hvern dag fór hún til mjalta að morgni og kveldi og hlúði að kúnum með viðmóti
sínu. Valgerður var alltaf til staðar í suðurbænum á Núpi, staðföst í hógværð sinni,
viljasterk og ákveðin í að leysa hvert viðfangsefni á sinn hátt. Hún lagði sannar-
lega sitt af mörkum til sveitarinnar sinnar, starfaði innan kvenfélagsins, söng í
kirkjukór Ásólfsskálakirkju og lagði góðurn málum lið, var víðlesin og margfróð.
243