Goðasteinn - 01.09.2007, Blaðsíða 204
Goðasteinn 2007
Látnir í Rangárþingi 2006
Hér á eftir verður minnst þeirra sem létust í Rangárþingi á árinu 2006
sem sóknarprestar héraðsins jarðsettu. Einnig er nokkurra Rangæinga
minnst sem aðrir prestar jarðsettu
Aðalheiður Þorsteinsdóttir frá Litlu-Tungu,
Grænumörk 2, Selfossi
Aðalheiður Þorsteinsdóttir fæddist í Götu í Vetleifsholts-
hverfi í Asahreppi hinn 31. mars 1926 þar sem foreldrar
hennar, hjónin Guðrún Pálsdóttir og Þorsteinn Tyrf-
ingsson, bjuggu. Þau hjón voru bæði ættuð af Rangár-
völlum, Guðrún frá Reynifelli en Þorsteinn frá Artúnum.
Þau eru nú löngu látin, Þorsteinn dó 82 ára gamall 1973
en Guðrún tæplega 97 ára árið 1988.
Af stórum systkinahópi Aðalheiðar lifa hana þau Guðrún
Sigríður, Þórdís Inga, Ingibjörg, Þóra, Anna og Þórhildur
Svava. Hin sem látin eru voru Steinn, Bjarnhéðinn, Tyrfingur Armann, Sigurður,
Guðbjörn Ingi, andvana drengur, Pálína Salvör, tvíburasystir Aðalheiðar og
Þórhildur.
í þá daga var barnmargt á bæjum og lífsbaráttan á stundum heldur á brattann,
ekki síst þar sem seðja þurfti rnarga munna. Til að létta á heimilinu í Götu var
Aðalheiður sett barnung í fóstur til föðurforeldra sinna, hjónanna Þórdísar
Þorsteinsdóttur og Tyrfings Tyrfingssonar í Vetleifsholtsparti, þar sem nú heitir í
Kastalabrekku, og þar ólst hún upp við mikla umhyggju og ástúð, sólargeisli afa
síns og ömmu og ekki síður föðursystur sinnar þar á bænunr, Sigríðar Tyrfings-
dóttur, en þær frænkur deildu kjörum óslitið að kalla í sjö áratugi og var með þeim
náið samband og kært alla tíð. A heimilinu ólst einnig upp önnur sonardóttir
Þórdísar og Tyrfings; Guðrún Olafsdóttir Hafberg. Mannmargt var í þá daga í
Vetleifsholtshverfinu og lágu gagnvegir milli bæja þar sem Aðalheiður átti frænd-
garð á flestum heimilum, foreldrahúsin innan seilingar og traust bönd einnig hnýtt
við fjölskyldu Guðmundar Tyrfingssonar föðurbróður hennar sem líka bjó í Vet-
leifsholtsparti ásamt konu sinni Guðbjörgu Guðnadóttur. Þessi mikla nánd í þéttu
202