Goðasteinn - 01.09.2007, Blaðsíða 130
Goðasteinn 2007
það var aðallega á kvöldin og um helgar svo sem þegar um opinber böll var að
ræða eða útiskemmtanir um helgar svo og ef leita þurfti að týndu fólki og einstaka
sinnum ef einhverjir áttuðu sig ekki á því að áfengi er framleitt með misjöfnum
styrkleika.
Á þessum tíma kepptust öll félög um að halda sem veglegastar árshátíðir, -
kvenfélagið, búnaðarfélagið, hestamannafélagið, veiðifélagið, verslunarmanna-
félagið, Rótarýklúbburinn, Kiwanisklúbburinn, og Starfsmannafélag Kaupfélags
Rangæinga. Á þessar skemmtanir mættu allir. Og guð hjálpi þeirri konu er leyfði
sér að mæta í sama kjólnum tvisvar í röð!
Þannig var þetta mannlíf er þorpið óx úr grasi. Lífið var einfalt, reglurnar fáar
og ef einhverjum varð á að brjóta einhverja þeirra voru málin leyst með húmor og
góða skapinu og þannig var hægt að bjarga mönnum út úr hinum ótrúlegustu
uppátækjum.
Árið 1989 lét Ólafur Ólafsson af störfum sem kaupfélagsstjóri vegna aldurs og
við tók Ágúst Ingi Ólafsson frá Hemlu en hann var nánast fæddur og uppalinn í
kaupfélaginu, hóf störf þar 1966, þá 17 ára gamall, og vann þar allar götur síðan
eða þar til hann hætti og varð sveitarstjóri í Hvolhreppi er Isólfur Gylfi Pálmason
tók sæti á þingi og lét af sveitarstjórastarfinu. Þá tók við sem kaupfélagsstjóri
Garðar Halldórsson er verið hafði kaupfélagsstjóri norður á Þórshöfn. 18. mars
sameinaðist Kaupfélag Rangæinga svo Kaupfélagi Árnesinga á Selfossi.
Þróun eða hnignun?
Um Kaupfélag Rangæinga óx Hvolsvöllur úr því að vera sveitabær í myndar-
legt þorp. Öll sú saga hvernig fólkið í Rangárþingi byggði upp atvinnuvegi sína og
framtíð algjörlega á eigin forsendum og með eigin samtakamætti er undraverð og
væri það verðugt hlutverk sagnfræðinga að skoða hana ofan í kjölinn og læra af
henni.
Allt er breytingum undirorpið. Svo er einnig með það góða fólk er byggði upp
Hvolsvöll. Sumt er flutt burt, einn og einn upp í kirkjugarð og allir eldast. Island
gekk í EFTA. Erlendar vörur flæddu inn í landið. Sá mikli iðnaður er hér hafði
verið byggður upp átti undir högg að sækja. Verðbólgan æddi áfram og lagði
óheyrilegar kröfur á þá er reyndu að reka fyrirtæki. Krónan í dag var ekki sama
krónan og í gær. íslenski bóndinn var ekki lengur í tísku. Það var fjósalykt af
honum og það passaði ekki fyrir fínu innfluttu vörurnar með framandi ilminn.
Virkjunarframkvæmdunum á hálendinu lauk, útlendingar vildu ekki kaupa
meiri raforku þótt hún væri boðin á útsöluverði. Sambandið, þessi mikli risi,
riðaði til falls og féll með Sovétríkunum sálugu og kaupfélögin urðu eins og
umkomulausir niðursetningar. Öll görnlu gildin og afreksverkin gleymdust.
128