Goðasteinn - 01.09.2007, Page 64
Goðasteinn 2007
Daði Sigurðsson á Barkarstöðum og Þorsteinn Guðmundsson, þá á Staðarbakka.
Þeir hófu ferðina löngu fyrir dag hinn 12. nóvember, í frosti og norðansveljanda.
Daginn áður hafði ég skroppið niður að Hallgeirsey og fengið lánaðar tvær
litlar talstöðvar (labb-rabb-tæki) hjá Jóni Guðjónssyni bónda þar. Lét ég þá félaga
taka með sér annað tækið en fór sjálfur á Scout-jeppa mínum í humátt á eftir þeim
inn Hlíðina með hitt tækið í farteskinu.
Eg fór af stað upp úr kl. 6 um morguninn og mun hafa verið um klukkustund á
eftir þeim. Mér er það mjög minnisstætt að hvergi var Ijós að sjá á bæjum nema
hjá Olafi Steinssyni og Maríu Jónsdóttur á Kirkjulæk. Þar var ljós í einum glugga.
Hvergi útiljós logandi. Þetta mun mörgum þykja ótrúlegt, eins og ljósadýrðin
þykir nú sjálfsögð um allar sveitir. Það er ekki lengra síðan en þetta að fólki var
eðlilegt að spara í því sem hægt var og þótti sjálfsagt að vera ekki að eyða
rafmagninu að óþörfu. Þau voru árrisul, hjónin á Kirkjulæk, verkaglöð og komu
sínum stóra barnahópi vel til manns, fjórum dætrum og þremur sonum. Olafur var
frábærlega árvökull og afkastamikill í öllum sínum störfum. Engan man ég annan
sem í búmannsverkum sínum þurfti einatt að bíða þess að næsta verkefni væri
tímabært að sinna. Flestum mun fara á hinn veginn að lenda fremur í tímahraki
við að sinna til hlítar öllu því sem bóndamanni ber á hverjum tíma um ársins
hring. María kunni líka að nýta tírnann vel, eins og steinlitamyndirnar hennar og
önnur listræn handaverk hennar sýna og unnin voru mitt í öllu annríki húsmóður-
starfa á stóru og barnmörgu heimili. Þau sýndu í reynd hver kjarni og kraftur hefur
verið gefinn þeim stofni sem fleytti þjóð okkar í gegnum óáran og allsleysi tii
þeirrar velmegunar sem nú þykir sjálfsögð og jafnvel sjálfgefin.
En leiðin lá þennan morgun fyrst inn að Barkarstöðum. Þar var að venju vel við
gesti tekið hvort sem að bar á nóttu eða degi. Þáði ég þar góðan beina og var ekki
sleppt úr hlaði fyrr en húsráðendur, Sigurður og María, höfðu sannfærst um að ég
væri vel til farar búinn að klæðnaði og nesti. Mælirinn sýndi 12 stiga frost og
norðannæðingurinn var bitur.
Jeppinn minn var vel búinn með gaddakeðjur á öllum hjólum og gekk mér
greiðlega að fylgja förum leiðangursmanna sem á undan voru farnir, alveg inn á
milli Streitna en þar lá Fljótið upp að klettahöfðanum þar sem síðar var byggður
innsti garðurinn framan við Litlu-Streitur. Þar kastaðist Fljótið frá og fram á
aurana og sá ég hvar undanfarar mínir höfðu beint sínu öfluga farartæki fram af
skörinni en állinn lá þarna nokkuð aðþrengdur „á milli höfuðísa“, eins og áður fyrr
var lýst aðstæðum við Markarfljót.
Þarna varð ég að skilja bílinn eftir og leggja land undir fót. Aðeins var farið að
skíma og þóttist ég sjá til ferða félaga minna í sjónauka mínum. Náði ég líka tal-
sambandi við Þorstein sem var „loftskeytamaður“ leiðangursins og voru þeir þá
að brjótast yfir Gilsá inn undir Hellisvöllum.
62