Bændablaðið - 13.06.2024, Blaðsíða 14
14 Fréttir Bændablaðið | Fimmtudagur 13. júní 2024
Soffía Sveinsdóttir tekur við
embætti skólameistara Fjölbrauta-
skóla Suðurlands á Selfossi þann
1. ágúst næstkomandi.
„Ég varð auðvitað kampakát en
jafnframt auðmjúk og þakklát fyrir
traust ráðherra. Umsækjendur voru
fáir og því átti ég ágætis möguleika
á stöðunni líkt og hinir en reyndi
að hugsa lítið um það,“ segir Soffía
aðspurð um viðbrögð hennar þegar
hún fékk símtalið um ráðninguna.
Sex sóttu um starfið.
„Ég er fyrrverandi nemandi
skólans og þykir mjög vænt um
skólann. Ég stefndi alltaf að
stjórnunarstarfi í Menntaskólanum
í Hamrahlíð (MH) þegar ég vann
þar en síðan flutti ég á Selfoss og
söðlaði um með því að hefja störf hjá
Matvælastofnun. Þegar ég sá stöðu
skólameistara auglýsta þá ákvað ég
að láta slag standa, enda tækifæri
sem kemur kannski einu sinni á
starfsævinni,“ bætir Soffía við en
skipunin nær til fimm ára.
Soffía fæddist í Reykjavík
en er alin upp á Selfossi. Faðir
hennar er Sveinn Sigurmundsson
og er framkvæmdastjóri Búnaðar-
sambands Suðurlands og móðir
hennar heitin hét Anna Atladóttir
og var bankastarfsmaður. Soffía
á þrjá bræður, þá Knút, Bjarna og
Sölva. Maðurinn hennar er Elmar
Viðarsson grunnskólakennari og
eiga þau tvær dætur, Ernu Huld og
Vigdísi Önnu.
Kveður Matvælastofnun
Soffía tekur við embættinu af Olgu
Lísu Garðarsdóttur, sem hefur
gegnt starfinu síðustu ár. Soffía
vann í tæplega 19 ár í MH og hefur
því góða þekkingu á starfsemi
framhaldsskóla. „En ég hef núna
verið tæp tvö ár hjá Matvælastofnun
á Selfossi og sú reynsla mun nýtast
mér gríðarlega vel, enda flókin og
umfangsmikil stofnun. Ég á eftir
að sakna Matvælastofnunar og
starfsfólksins þar og kveð með trega.
En svona er lífið, getur tekið óvænta
stefnu og ég er full tilhlökkunar að
takast á við ný verkefni. Skólinn er
vinnustaður, sem gott orð fer af og
ég tek við góðu búi af fráfarandi
skólameistara,“ segir Soffía.
Veðurfréttakona á Stöð 2
Nýr skólameistari útskrifaðist með
masterspróf í efnafræði 2003 og hóf
strax störf sem efnafræðikennari
við MH. „Ég lauk diplóma í
kennsluréttindum samhliða
kennslunni fyrsta árið og bætti
við mig MA í mannauðsstjórnun
nokkrum árum síðar. Ég var
lengst af deildarstjóri alþjóðlegrar
námsbrautar í MH, sem heitir IB braut.
Ég flutti til baka á Selfoss árið 2017,
lauk diplómu í opinberri stjórnsýslu
árið 2022 og það haust hóf ég störf
hjá Matvælastofnun, sem sviðsstjóri
vettvangseftirlits. Síðan hef ég
sinnt ýmsum aukastörfum gegnum
tíðina, t.d. verið ritari og þulur á
kynbótasýningum í mörg ár, var
fararstjóri í hestaferðum í nokkur
sumur og vann sem veðurfréttakona
á Stöð 2 í níu ár svo eitthvað sé
nefnt,“ segir Soffía.
Náttúrubarn
Soffía hefur verið á kafi í
hestamennsku frá því að hún man
eftir sér og þá elskar hún að vera á
fjöllum, hvort sem það er gangandi
eða í hestaferð enda segist hún vera
fyrst og fremst náttúrubarn.
„Ég hef verið með tvo til þrjá
hesta á húsi á félagssvæði Sleipnis
og er dugleg að ríða út og þjálfa. Við
pabbi erum mikið saman í hestunum,
sem er dýrmætt. Ég hef verið talsvert
í keppnisstússi svo hestamennskan
snýst mikið um þjálfun fyrir keppni.
Það gerir þjálfunina markvissari
að hafa markmið. Svo hef ég
verið í liði Hvolpasveitarinnar í
áhugamannadeildinni síðustu fjögur
ár, sem er frábær félagsskapur,“ segir
Soffía.
Ætlaði að verða kokkur
Soffía á sér mörg áhugamál, hún er
til dæmis í hlaupahópnum Frískum
Flóamönnum og svo hefur hún mikla
ánægju af eldamennsku og bakstri.
„Sem unglingur langaði mig að
verða kokkur en vinur minn, sem
þá var kokkur, ráðlagði mér að
eiga eldamennskuna sem áhugamál
frekar en að leggja það fyrir mig,
það var gott ráð,“ segir hún hlæjandi.
Danmörk í sumar
Nýi skólameistarinn segir að
sumarið leggist mjög vel í sig og
fjölskylduna. „Við erum á leiðinni
til Danmerkur um miðjan júní, það
er mikil tilhlökkun hjá öllum fyrir
þeirri ferð. Annað hefur ekki verið
planað í sumar, við ætlum bara að
njóta góða veðursins í júlí, fara í
útilegur, ríða út og kannski keppi
ég á einu hestamóti. Maður á alltaf
að líta á björtu hliðarnar, eða eins
og Monty Python sungu um árið:
„Always look on the bright side of
life“,“ segir Soffía full tilhlökkunar.
/mhh
Fjölbrautaskóli Suðurlands:
Fyrrverandi nemandi
verður skólameistari
Soffía er á kafi í hestamennsku og tekur þátt í mótum og ríður mikið út
með pabba sínum. Hér er hún á keppnishestinum sínum, Skuggaprinsi frá
Hömrum, í B-úrslitum í tölti í keppni á síðasta ári. Myndir / Aðsendar
Rúmlega þúsund nemendur eru í Fjölbrautaskóla Suðurlands og starfsmenn eru um 150 talsins. Fjölmennasta
brautskráning í sögu skólans var í lok maí en þá útskrifuðust um 170 nemendur frá skólanum. Mynd / mhh
Soffía Sveinsdóttir.
Samkeppniseftirlitið hefur
komið í veg fyrir að Skeljungur
kaupi Búvís ehf. þar sem
síðarnefnda fyrirtækið er
mikilvægur samkeppnisaðili á
áburðarmarkaði.
Talið var ljóst að samruni
þessara tveggja fyrirtækja hefði
haft skaðleg áhrif á markaði með
innflutning á tilbúnum áburði. Búvís
er mikilvægur keppinautur og því
taldi Samkeppniseftirlitið (SKE)
óhjákvæmilegt annað en að ógilda
samrunann. Frá þessu er greint í frétt
á vef stofnunarinnar.
Búvís hafi verið stofnað sem
andsvar við verulegum verð-
hækkunum á áburði á sínum tíma
vegna skorts á samkeppni. Fyrirtækið
hafi breytt samkeppnisaðstæðum til
hins betra með því að halda verði
niðri og bjóða bændum bætta
þjónustu og viðskiptakjör. Með
samruna Skeljungs og Búvís telur
SKE hætt við að markaðsaðstæður
leiti í sama horf og fyrir stofnun
síðarnefnda fyrirtækisins.
Samkeppni umfram
markaðshlutdeild
Búvís sé öflugur keppinautur sem
veiti öðrum fyrirtækjum samkeppni
umfram það sem markaðshlutdeild
gefi til kynna. Með samrunanum
hefði burðugum keppinautum
fækkað úr fjórum í þrjá, sem hefði
leitt af sér meiri samþjöppun á
fákeppnismarkaði en ásættanlegt
þykir. Með fækkun keppinauta
hefðu aðstæður til verðsamráðs
orðið hentugri.
Rannsóknir SKE hafi gefið til
kynna að samningsstaða bænda
gagnvart þeim sem þjónusti
landbúnaðinn sé veik, ásamt því
að fjárhagsstaða bænda sé iðulega
erfið. Stofnunin segir samrunaaðila
ekki hafa lagt fram fullnægjandi
upplýsingar, gögn eða skýringar þess
efnis að samruninn hefði haft í för
með sér hagræði sem mótvægi við
þau skaðlegu áhrif sem ætla megi að
hlotnist af samrunanum.
Ekki hluti af kjarnastarfsemi
Í skriflegu svari við fyrirspurn
segir Þórður Guðjónsson, forstjóri
Skeljungs, að með þessum úrskurði
sé fyrirtækið knúið til að endurskoða
innflutning á áburði, enda sé það
ekki hluti af þeirra kjarnastarfsemi
og enginn starfsmaður í föstu starfi
sem sinni þeirri hlið.
Tilgangur og markmið kaupanna
hafi verið að færa áburðarinnflutning
Skeljungs inn í Búvís og efla þannig
starfsemi og samkeppnishæfni
síðarnefnda fyrirtækisins á þessu
sviði. „Í ljósi þess hversu lítil
viðskipti um ræðir og hversu
borðleggjandi okkur fannst að þetta
myndi auka samkeppnishæfni Búvís
á áburðarmarkaðinum töldum við
að SKE myndi fagna þessu frekar
en að hafna,“ segir í svari Þórðar.
Hann gefur lítið fyrir þá fullyrðingu
SKE að samrunaaðilar hafi ekki
lagt fram fullnægjandi gögn, óskað
eftir sáttaviðræðum eða lagt fram
tillögur að mögulegum skilyrðum.
Þvert á móti hafi Skeljungur lagt
fram ítarlegar upplýsingar eins og
óskað var eftir. Þá hafi fyrirtækið
ekki talið að kaupin myndu falla
undir þá skilgreiningu að þau yrðu
skilyrt eða nauðsynlegt væri að leita
sátta til að fá þau samþykkt.
Einar Guðmundsson hjá Búvís
tekur í sama streng. Þeir hafi fundað
með SKE í lok maí og skýrt sína
aðstöðu. Stofnunin hafi ekki kallað
eftir tillögum að skilyrðum eða boðið
þeim upp á sáttaviðræður. Hvorki
stjórnendur Búvís né Skeljungs hafa
tekið afstöðu til þess hvort málið
verði tekið lengra. /ál
Samkeppniseftirlitið:
Sala Búvís stöðvuð
Bræðurnir Einar og Gunnar
Guðmundssynir hafa rekið Búvís
frá stofnun. Mynd / Aðsend