Bændablaðið - 13.06.2024, Side 23
23FréttaskýringBændablaðið | Fimmtudagur 13. júní 2024
en að fá það sent að utan. Við vitum
aldrei hvað gerist í þessum furðulega
heimi okkar og hvort eða hvenær við
þurfum að geta staðið á okkar eigin
fótum óháð öðrum.“
Tækifæri sem aukabúgrein
Halla Sif, sem Eyjólfur nefnir hér að
framan, er garðyrkjubóndi, eigandi
Sólskins grænmetis, auk þess sem hún
situr í stjórn deildar garðyrkjubænda
hjá Bændasamtökum Íslands.
Hún kom sjálf ný inn í greinina
fyrir fáeinum árum og keypti þá
Mela á Flúðum, sem var ein af
stærri garðyrkjustöðvum Íslands,
bæði í úti- og ylrækt grænmetis.
„Við sáum þetta dálítið þannig
við endurskoðunina að fyrst ekki
var meira fjármagn í boði þá gæti
þetta ákvæði, að minnka styrkhæft
land í útiræktuninni, kannski verið
gagnlegt til að opna dyrnar bæði
fyrir nýliða og bændur í öðrum
búgreinum að koma inn. Það var
nefnilega dálítið stórt skref að taka
áður, að fara beint í ræktun á einum
hektara til að geta fengið einhvern
stuðning. Þetta er hvatning fyrir þá
sem stunda annan búskap að sjá meiri
tækifæri í að taka hluta af hektara af
landi undir til dæmis kálræktun sem
ýtir þá undir betri skiptiræktun og
bættari rekstrargrundvöll á þeirra
búum. Salan getur þá mögulega
farið fram beint frá bændunum til
nærumhverfisins, fjarri borginni,
frekar en að allt grænmeti fari
í dreifingu í gegnum þessar
hefðbundnu söluleiðir til og frá
höfuðborgarsvæðinu.
Ég ímynda mér að það sé ekkert
auðvelt til dæmis fyrir nýjan
blómkálsræktanda sem er með
litla framleiðslu að koma sér fyrir
á markaði. Þá var hugsunin kannski
sú að gera nýliðum auðveldara fyrir
með þessari minnkun á styrkhæfu
ræktarlandi að reyna fyrir sér í
nýjum tegundum sem þá er hægt
líka að selja á betra verði sem
sérvöru í raun,“ segir Halla sem
segist þó ekki vita af neinum sem
ætli að nýta sér þessar breytingar í
sumar. „Þetta var þó skásta leiðin
sem í boði var sem hvatning til
nýliðunar í útiræktuninni. Til dæmis
þeir sem eru tilbúnir til að leigja
land og bara fara ferskir af stað,“
bætir hún við.
Halla segir að á móti þessu vegi sú
staðreynd að heildarstyrkupphæðin
þynnist út eftir því sem fleiri bætist
við. Hins vegar sé mikilvægt þá að
sýna stjórnvöldum að það sé áhugi
á því að komast inn í greinina, í því
skyni að hægt verði að sækja aukna
fjármuni í framtíðinni.
Vænleg rauðrófuræktun
Eins og fram hefur komið hér að
ofan hafa nokkrar nýjar tegundir
verið reyndar á undanförnum árum;
hvítlaukur, nípur og rauðrófur til
dæmis. Rauðrófur nefnir Helgi
Jóhannesson, garðyrkjuráðunautur
hjá Ráðgjafarmiðstöð land-
búnaðarins, sérstaklega sem
vænlega tegund sem væri hægt að
rækta í meira mæli hér auk þess
sem markaðsaðstæður séu líka
hagstæðar þar sem mikið er flutt
inn af henni. Hann segir að hún sé
þó ekkert auðveld í ræktun og þurfi
langan vaxtartíma.
Varðandi breytingarnar á
garðyrkjusamningnum segir Helgi
að með þeim hafi verið að vissu
leyti komið til móts við smærri
framleiðendur, þannig að þær ættu
rétt á einhverjum stuðningi.
Jarðræktarstuðningurinn virki
þannig að hver framleiðandi sæki
um þann hektarafjölda sem hann
er með í ræktun og svo fá þær
umsóknir sem samþykktar eru
eftir úttektir útdeilt hlutfallslega
úr þeim potti sem sé til ráðstöfunar.
Það þurfi að vera uppskorið land.
Skortur á þróunarfé til
þekkingaröflunar
Helgi segir að einungis örfáir nýir
aðilar hafi gefið sig að honum
undanfarið og óskað eftir ráðgjöf
um fyrstu skrefin í útiræktun. Þeir
séu þó ekki að hugsa um neinar
nýjar tegundir fyrst um sinn, heldur
þær sem þegar er komin góð reynsla
af. Varðandi annað rótargrænmeti,
matlauk og annað grænmeti sem
flutt er til landsins í stórum stíl,
segir Helgi að vandamálið sé að
verðið sem þurfi að keppa við
sé svo lágt. Garðyrkjubændur
geta eiginlega ekki lagt út í slíka
samkeppni nema hægt sé að skapa
sér einhverja sérstöðu, til dæmis
á forsendum gæða og uppruna –
eins og ýmis dæmi séu um Íslandi.
Til dæmis væri örugglega vel hægt
að selja ferskan íslenskan matlauk,
eins og nú er reynt til dæmis
með hvítlauk.
Hann segir margar tegundir sem
fluttar eru hingað inn vera á mörkum
þess að vera hægt að rækta á Íslandi,
en undirstöðurannsóknir og tilraunir
með yrki vanti þó tilfinnanlega fyrir
greinina eins og sé í kornræktinni.
Þar vanti þróunarfé, sem væri þá
hægt að nýta til þekkingaröflunar
hjá bændum og í fræðasamfélögum.
Nýr
Fendt
300 V
ario
!
Gerðust áskrifandi að fréttabréfinu
núna á www.fendt.com/300
– VERKIN TALA
Gylfaf löt 32 ● 112 Reykjavík ● Sími 580 8200 ● www.velfang. is ● Óseyri 8 ● 603 Akureyri
It‘s Fendt. Beacause we understand Agriculture.
fendt.com | Fendt is a worldwide brand of AGCO.
Nýtt og byltingarkennt
starfsumhverfi með
FendtONE.
Hornsteinninn bak við alla nýsköpun hjá Fendt er að taka eitthvað stórkostlegt
og gera það betra. Nýja Fendt vinnuumhverfið býður fleiri skjái og aðgengilega
stjórnrofa, með öllum þessum frábæru Fendt eiginleikum. Nýir Fendt eigendur
munu samstundis upplifa sig á heimavelli.
Helgi Jóhannesson.