Bændablaðið - 13.06.2024, Blaðsíða 41

Bændablaðið - 13.06.2024, Blaðsíða 41
41Á faglegum nótumBændablaðið | Fimmtudagur 13. júní 2024 Mikil notkun heimanauta hefur um langa hríð verið eitt helsta umræðuefni og þrætuepli í íslenskri nautgriparækt. Helst kreppir skórinn í kvígu­ sæðingum. Innan við 30% fæddra kálfa undan fyrsta kálfs kvígum eru undan sæðinganautum og einungis rúmlega tveir þriðju allra fæddra kálfa eru undan sæðinganautum. Ráðunautar hafa lengi kvabbað í bændum yfir þessu og réttilega bent á að heimanautin eru dragbítur á erfðaframförum. Sumir bændur eru langþreyttir á aðfinnslunum. Þrátt fyrir kvabbið hefur staðan ekki batnað og heldur versnað hin síðari ár. Umræðan um heimanautanotkun er ekki síður aðkallandi eftir að erfðamengjaúrval var tekið upp. Sú ákvörðun var tekin þegar erfðamengjaúrval var innleitt að birta bændum erfðamat nautkálfa. Erlendis hafa kynbótafyrirtæki haldið slíkum upplýsingum leyndum. Það er til þess að vernda hagsmuni fyrirtækjanna sem vilja ekki að bændur selji gripina á grundvelli erfðamats sem þessi sömu fyrirtæki hafa haft mikið fyrir að reikna. Birting erfðamatsins til bænda græfi undan þeirra starfi. Hérna kemur að mikilvægu tæknilegu atriði sem varðar val á heima­ nautum. Ef naut er valið á grundvelli foreldra sinna, þ.e. kynbótamati sem er meðaltal móður og föður, þá er öryggi úrvals afar lágt. Hins vegar er öryggi úrvals mjög sambærilegt hjá öllum gripum sem fá erfðamat, að því gefnu að ættfærslur, arfgreiningar ættingja, og skýrsluhaldsgögn séu áreiðanleg. Þetta gerir að verkum að bændur hafa betra tól í höndunum til að velja heimanaut heldur en áður, ef þeir kjósa að gera svo. Hættan við birtingu erfðamats fyrir nautkálfa er að bændur dragi úr notkun sæðinganauta, kaupi frekar sín á milli naut með hátt erfðamat og noti þau sem þarfanaut, og dragi heldur úr sæðingum. Ef þetta raungerist yrði um að ræða gríðarlega afturför í íslenskri nautgriparækt og hugsanlega algjöran forsendubrest. Með þessum skrifum mínum er ég ekki að lýsa vanþóknun minni yfir þeirri ákvörðun að birta erfðamat nautkálfa. Það eru góð rök með og á móti þessari ákvörðun. En mér þykir mikilvægt að allir geri sér grein fyrir mikilvægi þess að ekki verði frekari aukning í notkun heimanauta. Ég tel að íslensk nautgriparækt ætti að stefna að því að að minnsta kosti 90% fæddra kálfa séu undan sæðinganautum. Tæknisæðingar eru ein mikil­ vægasta bylting sem hefur átt sér stað í kynbótum nautgripa. Ástæðan er sú að með sæðingunum er hægt að nota bestu gripina margfalt á við náttúrulega sæðingu og auka þannig úrvalsstyrk. Aukning úrvalsstyrks með sæðingastarfi hefur verið lykilþáttur í þeim erfðaframförum sem hafa orðið hjá mjólkurkúm á Íslandi og erlendis síðustu áratugi. Ég efast um að það breytist á næstunni. Sæðinganautin á hverjum tíma eru að jafnaði erfðalega bestu gripirnir í stofninum. Notkun heimanauta felur í sér notkun lakari gripa og dregur þannig úr úrvalsstyrkleika. Þetta gildir jafnvel þó að öryggi úrvals fyrir heimanaut verði hærra með erfðamati. Niðurstaðan af áframhaldandi mikilli eða aukinni notkun heimanauta verður minni erfðaframfarir. Ágúst Sigurðsson og Jón Viðar Jónmundsson mátu erfðaframfarir í íslenska kúastofninum árið 2011 og skoðuðu sérstaklega áhrif heimanauta á úrvalsyfirburði. Þeirra niðurstaða var að notkun heimanauta drægi verulega úr úrvalsyfirburðum og þar með úr erfðaframförum í stofninum. Tilkoma erfðamengjaúrvals breytir ekki þeirri staðreynd að þátttaka í sameiginlega sæðingastarfinu er forsenda fyrir áframhaldandi erfðaframförum. Ekki er pláss í þessari grein til að rekja ástæður fyrir dræmri þátttöku í sæðingum. Hver bóndi hefur sínar ástæður. En ég vil enda þennan pistling á því að feta í kunnugleg fótspor ráðunauta og kynbótafræðinga og hvetja bændur til að auka kvígusæðingar. Ef bændur sjá sér ekki fært að vera án heimanauta, þá er það rétt að erfðamatið gerir kleift að velja þessi naut með meira öryggi en áður. Hins vegar er það skammgóður vermir ef sameiginlega ræktunarstarfið bíður skipbrot í leiðinni. Höfundur er kynbótafræðingur og lektor við LbhÍ. Smellugas Hjá okkur finnur þú allar mögulegar stærðir, gerðir og lausnir í gaskútum Skannaðu QR kóðann fyrir allt úrval og sölustaði Af heimanautum og sæðinganautum Egill Gautason. ...Gæði þegar að er gáð Skemmuvegur 46, Kópavogur Rafstilling S: 581-4991 Netfang: Rafstilling@rafstilling.is Reki S: 562-2950 Netfang: Reki@reki.is Stórhöfða 21, 110 Reykjavík | 545 5500 | flis@flis.is | flisabudin.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.