Bændablaðið - 13.06.2024, Page 45
45SkoðunBændablaðið | Fimmtudagur 13. júní 2024
Vík verkstæði
Smiðshöfða7, 110 Reykjavík
Löggilding, skoðun og ísetningar á ökuritum og hraðatakmörkurum
Ágúst Magni, sími 896 1083, agustm@vikverkstaedi.is, vikverkstaedi.is
Endilega hafið samband og sjáið hvort við getum ekki leyst ykkar mál.
Mælar á allar
gerðir vagnaVið erum með nýjustu og fullkomnustu
tæki sem boðið er upp á frá VDO til að mæla
og stilla allar gerðir af digital og analong ökuritum
Einhella 6,221 Hafnarfirði
Helluhraun 4, Hafnarfirði
sími 565 2727 & 892 7502
www.rag.is
TILBOÐSVERÐ
Kr. 4.100.000
Við auglýsum svo
sannarlega ekki “verð frá”.
VIÐ AUGLÝSUM
ALDREI
„VERÐ FRÁ“
SERES 3
Luxury Rafmagnsbíllinn
býður upp á ríkulegan
staðalbúnað og frágang
í hæsta gæðaflokki!
Framleiðsla og vinnsla búvara
falla ekki undir EES-samninginn
fullu samræmi við tilvitnuð orð í
nefndaráliti atvinnuveganefndar
og þau sjónarmið sem fram komu í
greinum mínum og svarað var af hálfu
forstjóra Samkeppniseftirlitsins.
Afstaða Samkeppniseftirlitsins
Í orðaskiptum mínum og forstjóra
Samkeppniseftirlitsins snemma árs
2021 kom fram af minni hálfu að
EES-samningurinn stæði því ekki í
vegi að innleiddar væru undanþágur
frá samkeppnislögum hér á landi.
Þessu svaraði forstjóri Samkeppnis-
eftirlitsins svo: „Samkeppniseftirlitið
telur vel koma til greina að innleiða
í íslenskan rétt undanþágur frá
samkeppnislögum áþekkar þeim sem
gilda í Noregi og ESB.“ Forstjórinn
hefur síðan í skjóli embættis síns
heldur streist við að standa við þessi
orð sín.
Nú þegar fyrrverandi forseti EFTA-
dómstólsins hefur kveðið skýrt úr
með að; „Ísland er ekki bundið af
undanþágum frá samkeppnisreglum
sem nú gilda í Evrópusambandinu
við mótun eigin undantekningar
frá samkeppnisreglum um land-
búnaðarvörur“, má ljóst vera að
eitthvað hefur farið verulega úrskeiðis
af hálfu forstjórans og þeirri stofnun
sem hann veitir forstöðu. Í þessu
sambandi má spyrja hvort forstjórinn
hafi ekki verið kominn langt út fyrir
hlutverk sitt sem forstjóri eftirlits
stjórnvalds samkeppnismála þegar
hann lagðist gegn breytingum sem
lög nr. 40/2024 (framleiðendafélög)
gerðu á búvörulögum nr. 99/1993 með
framlagningu rúmlega 50 blaðsíðna
umsagnar og greinargerðar.
Í raun þarf að kanna hvort
forstjórinn og Samkeppniseftirlitið
hafi ekki verið komið inn á svið
stjórnmála og löggjafarvaldsins með
yfirlýsingum sínum sem enga stoð
eiga í samkeppnislögum eða EES-
samningnum.
Niðurlag
Handhöfn ríkisvalds, hvort heldur
löggjafar-, framkvæmda- og
dómsvalds, fylgir mikil ábyrgð. Það
er skoðun greinarhöfundar – og hefur
verið skoðun um allnokkurn tíma –
að forstjóri Samkeppniseftirlitsins
hafi gengið fast fram í málefnum
landbúnaðarins. Álit dr. Carls
Baudenbachers staðfestir, að mínu
mati, að eitthvað vantar upp á greiningu
Samkeppniseftirlitsins á sambandi
EES-samningsins og landbúnaðar og
svigrúmi íslenska ríkisins til að setja
reglur í landbúnaðarstarfsemi almennt.
Höfundur er hagfræðingur
hjá Mjólkursamsölunni.