Víðförli - 01.05.1951, Side 3

Víðförli - 01.05.1951, Side 3
SIGURBJÖRN EINARSSON : Skírn — ungbarnaskírn Þegar fyrst var flutt prédikuu á vegum kristinnar kirkju, j>. e. hinn fyrsta hvítasunnudag, spurðu áheyrendur: Hvað eigum vér að gjöra, hræður? Pétur svaraði: Cjörið iðrun og sérhver vðar láti skírast í nafni Jesú Krists til fyrirgefningar synda vðar og 'þér munuð öðlast gjöf heilags anda. (Post. 2,38). Sú athöfn, sem þarna var nefnd, var ekki fundin upp á þeirri stundu. Áheyrendurnir vissu, hvað um var að ræða, þegar nefnd var skírn. Þeir þekktu slíkar athafnir, skírslur eða hreinsanir. Þar var skemmst að minnaist skírnar Jóhannesar, en hann hefur aftur haft að fyrirmynd þá skírn, sem Gyðingar framkvæmdu á heið- ingjum, sem tóku gyðingatrú, aðeins var ,sá munur á, að hann gerði sömu kröfu til Gyðinga sem heiðingja um að gangast undir iðrunarskírn og í annan stað var skírn hans beinn undirbúningur undir komu Messíasar, sem hann taldi í næsta námunda og vildi ryðja veg. Frá sjálfri fæðingarstundu kirkjunnar er skírn m.ö.o. fæðing einstaklingsins inn í sarnfélag Krists, ríki fyrirgefningarinnar og heilags Anda. Hin ytri athöfn var ekki ný og munur kristinnar skírnar og eldri hátta af sama tagi er ekki fólginn í ólíku ytra alferli, heldur í hinni innri hlið. Hann felst raunar allur í orðum Péturs um að skírast í nafni Jesú Krists. Spámennirnir höfðu flutt fyrirheit um laugun til hreinsunar og endurnýungar þeim eignarlýð, sem Guð myndi kalla og tygja í fyllingu tímans. þegar hjálpræðið birtist: Ég mun stökkva hreinu

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.