Víðförli - 01.05.1951, Page 7

Víðförli - 01.05.1951, Page 7
SKÍRN — UNGBARNASKÍRN 5 tíðkast á öllum tímum, því þegar í Didache er gert ráð fyrir henni sem réttmætu afbrigði. Hún ryður sér þó ekki til rúms almennt á Vesturlöndum fyrr en á 13. öld og í Austur- (grísk-kaþólsku) kirkjunni er niðurdýfing reglan enn í dag. Mörgum finnst greftrunin og upprisan glöggvar táknuð með niðurdýfingarforminu. Og það er ekki fjarri sanni. En formið er í sjálfu sér ekki annað en tákn og getur aldrei annað verið. „Vatn gjörir það sannarlega eigi, heldur Guðs orð, sem er með og hjá vatninu og trúin. sem treystir slíku Guðs orði í vatninu.“ ÍFræði Lúthers). Þeir, sem halda því fram, að skírnarathöfnin öl! sé aðeins tákn- ræn, mannleg athöfn, sem ekki hafi neinn hlutlægan veruleik að baki, einmitt þeir leggja að sama skapi ríka áherzlu á formið, þ. e. vatnsmagnið og ytri tilburði skírnþegans. A hinn bóginn sýna ummæli Lúthers í Fræðunum minni, að hin djúpa, frumkristna merking helzt í fullu gildi, þótt formið sé ádreifing: „Hún (vatns- skírnin) merkir það, að hinn gamli Adam í oss á að drekkjast og detrja fyrir daglega iðrun og yfirbót, með öllum syndum og vond- um girndum, og aftur á móti daglega fram að koma og upp aftur að rísa nýr maður, sá er lifir að eilífu í réttlæti og hreinleik fyrir Guði“ — og svo vitnar Lúther í ummæli Páls í Róm. 6. Þessi merking hinnar táknrænu laugunar er aðeins önnur hlið þess veruleika, sem í skírninni felst. Þungamiðjan er nafnið, sem skírt er til eða í. í sambandi við vatnslaugunina hefur hið heilaga nafn í sinni þríeinu fyllingu verið hátíðlega nefnt yfir skírnþegan- um (Jak. 2,7). Samkvæmt skilningi fornaldar var það enganveg- inn tóm serimonía að nefna nafn yfir hlut. Það fól í sér yfirlýs- ingu um eignarhald, hluturinn var merktur. Vér skrifum nafn i bók, þar með er hún vor. Landkönnuðir draga fána ríkis síns að hún á ónumdu landi, hershöfðinginn sömuleiðis, þar sem sigur er unninn. I fornöld nefndu menn nafn í sama skyni og með sömu afleiðingum. I Gamla testamentinu er víða svo að orði kveðið, að nafn Jahve hafi verið nefnt yfir því, sem þar með og þaðan af var hans eign: Yfir ísrael, musterinu, sáttmálsörkinni, Jerúsalem, stundum yfir einstökum manni, t. d. Jeremía (15,16).

x

Víðförli

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.