Víðförli - 01.05.1951, Blaðsíða 8

Víðförli - 01.05.1951, Blaðsíða 8
6 VÍÐFÖRLl Þegar nafn Krists er nefnt yfir manni á skírnarstundinni, þá er hann þar með eign Krists, hins upprisna, himneska dýrðarkonungs. Maðurinn vígist þeim konungi á skírnarstundinni, hann er gerður að þegni í ríki hans, með þeim rétti og þeirri kvöð, sem því fylg- ir, hann er „hrifinn frá valdi myrkursins og settur inn í ríki sonar Guðs kærleika,“ svo notuð sé frumkristin játning (Kol. 1,13). Hér var og er miklu meira fólgið en upptaka í félag, inntaka í jarðneskan söfnuð, á grundvelli þeirrar játningar, sem maðurinn hefur flutt. Zwingli og ýmsir fleiri hafa viljað nema staðar við þetta. En Nýja testamentið sér miklu meira í þessu fólgið. Að þiggja kristna skírn er að meðtaka gjöf hjálpræðisins, verða eign Krists og öðlast þar með eignarrétinn á öllu því, sem hann hefur fyrir mennina gert. Hann bað fyrir hinu ófrjóa, skemmda tré, (sbr. Lúk. 13,6nn) að það fengi enn að standa, já, lifna, laufgast að nýju. Kristur er konungur yfir náðuðu mannkyni, hann hefur með fórn sinni komið þeirri náðun til vegar, hún er hans gjöf. Við skírnarlaugina er ríkdómur hins frelsandi Guðs lagður fram fyrir einstaklinginn, eins og arfleifð, sem honum er ánöfnuð og hann má taka út. Þetta er skírnargjöfin. Það er hægt að kasta henni á glæ. Ekkert, sem Guð gefur, er undanþegið þeirri áhættu. Maðurinn getur ónýtt ráð Guðs sér til handa. En það haggar ekki raunveruleik gjafarinnar né því, að hún er veitt undandráttarlaust og algerlega. Hún veitir fyrirgefningu syndanna, þ. e. öruggan að- gang að Guði. En þetta felur í sér köllun. Sá, sem heyrir Kristi, verður að leitast við að lifa svo sem þeirri tign hæfir. Vatnið og nafnið tákn- ar það, sem gerizt, — Guð tekur manninn að sér sem sitt barn í heilagri skírn og gjörir hann að erfingja eilífs lífs — en jafn- framt það, sem á að gerast, markmið athafnarinnar, hreinsun, end- urnýjun, upprisu hins innra manns, líf í Jesú nafni. Þetta hvort tveggja er tengt í eitt í ummælum 1. Jóhannesarbréfs (3,lnn) : Sjáið hvílkan kærleika Faðirinn hefur auðsýnt oss, að vér skulum kallast Guðs börn og það erum vér. Þér elskaðir, nú erum vér Guðs börn og það er ennþá ekki orðið bert, hvað vér munum verða. Vér vitum, að þegar hann birtist, munum vér verða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.