Víðförli - 01.05.1951, Blaðsíða 15

Víðförli - 01.05.1951, Blaðsíða 15
SKÍRN — UNGBARNASKÍRN 13 \ú segir Drottinn svo, sá er skóp þig og myndaði þig: Óttast þú eigi, ég frelsa þig, ég kalla á þig með nafni, þú ert minn. Og játn- ing þess manns, sem gerir sér grein fyrir þessu, er sú sem höfund- ur Efesusbréfsins orðar svo: Guð útvaldi oss í Kristi, til þess að vér værum heilagir og lýtalausir fyrir honum í kærleika. Hann ákvað fyrir fram að taka oss sér að sonum, samkvæmt velþóknun vilja síns, dýrðlegri náð sinni til vegsemdar. Vér erum endurleysl- ir Guði til eignar, dýrð hans til vegsemdar. (1,4-5,14) Ekkert getur hnykkt á því betur en barnaskírnin, að það er ekki mín verð- skuldun eða tilverknaður að ég má kallast Guðs barn, heldur er það hans einskæra, föðurlega gæzka og miskunn. A hak við höfn- un ungbarnaskírnar er vitandi eða óvitandi sú hugsun að vilja áskilja manninum rétt til þess að koma til Cuðs að fyrra bragði eða gera sig a.m.k. á einhvern hátt maklegan köllunar hans, án þess geti skírnin ekki verið gild. En einlægir menn, sem láta skíra sig upp, vegna þess að þeir telja að skírnin verði að byggjast á trú, eru tæplega þar með lausir allra mála að þessu leyti, hljóta þeir ekki -að spyrja sig einnig eftir endurskírnina: Var það þá rétt heldur í þetta sinn, var skírnin rétt og gild, þ. e. var ég trú- aður í raun og veru, hafði ég iðrast í raun og veru, hafði ég i raun og veru tekið þeim sinnaskiptum, sem gerðu mig hæfilegan til þess að taka við Guðs gjöf, hef ég ekki þvert á móti óuýtt hana með ófullkominni afstöðu minni, með ófullnægjandi undirbún- ingi hjarta míns? Og ef börn krilstinna foreldra eiga ekki að hljóta skírn, hvenær kemur þá sú stund ævinnar, er þau skulu skírð? Hvenær er barnið orðið nógu stórt, nógu þroskað, til þess að taka á móti köllun og gjöf skírnarinnar? Kristnir foreldrar, sem vilja hlýðnast boði Krists — gerið þá að lærisveinum, skírandi þá, kennandi þeim — hljóta þá að vera í sífelldum vafa og ugg um það, hvenær þau geti tekið á sig þá ábyrgð að láta skíra barnið. Skírnin getur aldrei á nökkru aldurs- eða þroskastigi verið ann- að en Guðs óverðskuldaða gjöf. Barnaskírnin undirstrikar það svo sem ekkert annað skírnarform. Ekkert annað gefur Guði einum dýrðina svo sem skyldugt er. Menn segja. að það hljóti þó að hafa meiri þýðingu fyrir trú-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.