Víðförli - 01.05.1951, Side 23

Víðförli - 01.05.1951, Side 23
KIRKJULÍF Á GRIKKLANDI 21 ar, bænir og sálma og miklu munar hvað grísk börn eru ófeimn- ari að fara með það, sem þau læra, en algengt er á Norðurlönd- um. Oft er einhver nemendanna, jafnvel úr neðsta bekk, látinn lesa bænirnar bókarlaust og vera forsöngvari og allir keppast við að fylgjast með og svara spurningunum. Kennurum er séð fyr- ir sérstökum handbókum til kennslunnar, auk þess eru gefin út sunnudagaskóláblöð í stórum upplögum. Eitt þeirra er prent- að í 150,000 eintökum vikulega. Biblíufræðsla æskulýðs er og allmikil. Einnig' þar sýna ung- mennin mikinn áhuga, láta sínar skoðanir í ljós, spyrja, ræða sín á milli. Mann rennir grun í, að svipað hafi fjörið verið á kirkju- þingunum til forna og þegar mikill lærdómur og áhugi hins gríska anda á heilabrotum og sundurliðun fór saman, er skiljanlegt, að hitinn yrði mikill í umræðum um hin miklu, guðfræðilegu megin- mál, Þrenninguna og eðli Krists. Enn í dag hneigjast umræður menntamanna í sömu átt, jafnvel ólærðir kannast við ,,filioqve“*) og útlendingurinn er oft spurður, hvort sænska kirkjan hafi þessa viðbót í trúarjátningu sinni. Augnaráðið ber með sér, að menn eru ekki allskostar ánægðir með hið játandi svar. Mynduð hefur verið miðstjórn vissra, kirkjulegra starfsgreina, Apostoliki Diakonia. Sérstakir „ritarar“ (lærðir prestar, arki- mandritar) eru t. d. settir til eftirlits með sunnudagsskólum og skriftamálum. Miðstjórnin sér um útgáfu guðfræðilegra bóka, guðræknisrita og húslestrabóka. I Aþenu hefur og verið komið á fót guðfræðiskóla með heimavist á vegum þessarar stofnunar. Þar dveljast um 100 stúdentar og auk þess allmargir nemendur frá öðrum orþodoxum kirkjum og öðrum kirkjudeildum. Þar er sér- stakt námskeið árlega fyrir hieroker)'kes. Nú er á prjónunum *) Nikeujétningin, sem að kjarnanum til er ævaforn skírnarjátning safn- aðarins í Jerúsalem, en aukin mikilvægustu, KristsfræSilegum niðurstöðum almennra kirkjuþinga fornaldar, en þeirra þýðingarmest var þingið í Nikeu 325, er önnur meginjátning allra höfuðdeilda kristninnar. Snemma á öldum bætti Vesturkirkjan orðinu „filioque" („og Syni“) inn í 3ja lið þéssarar játningar: Heilagur Andi framgengur af „Föður og Syni“. Austurkirkjan hef- ur aldrei viðurkennt réttmæti þessarar viðbótar. — S. E.

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.