Víðförli - 01.05.1951, Qupperneq 27

Víðförli - 01.05.1951, Qupperneq 27
Dr. thcol. ALFRKH 'I'H. .1 0 KGK'NSKN : Gildi lúthersku játningaritanna Um kristnar kirkjur allra landa blása nú stormar og sterkviðri meiri en nokkru sinni fyrr í sögu (þeirra. Það á jafnt við um allar kirkjudeildir. Og margar þeirra þola píslarvætti, sem að víðtæki og grimmd fer fram úr píslarvætti fornkirkjunnar. Allar eru þær og í andlegri hættu staddar: Villuflokkar, svo sem Mormónar og Vottar Jehóva, ásækja þær, önnur trúarbrögð keppa við þær — Múhammedstrúarmenn reka beinlínis trúboð — og löks á krist- indómurinn gegn sterkum andkristilegum og andtrúarlegum hrevf- ingum að sækja. Margvísleg ágreiningsmál eru og á dagskrá innan kirknanna sjálfra. Meðal strauma, sem hníga nokkuð í sína átt hvor, er alkirkju-hreyfingin s. n. og játningastefnan. Alkirkjuhreyfingin á talsmenn í öllum kirkjufélögum, jafnvel í rómversku kirkjunni, en einkum meðal leiðtoga mótmælendakirknanna. A hinn bóginn hefur kristinn almenningur ekki enn hrifist verulega af henni. Mesti viðburður í sögu þessarar hreyfingar var Amsterdam-þingið 1948. Þar varð þó ekki ljóst, hver vera skyldi stefnuskrá hennar, að öðru leyti en því, sem að vísu er mikilvægt, að stefna skyldi að nánari kynnum, en í því felst, að mismunandi myndir kristindóms- ins skuli viðurkenndar og virtar. Og því var ótvírætt lýst vfir, að játningar einstakra kirkjudeilda skyldu virtar. Játningastefnan hefur ekki beitt sér gegn alkirkjuhreyfingunni, heldur þvert á móti sýnt skilning og áhuga á henni. En jafnframt leggur hún áherzlu á sérmót kirknanna, eins og það kemur fram í játningagrundvelli þeirra. Þannig hefur þetta verið meðal lút- herskra í Ameríku, Evrópu og Indlandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.