Víðförli - 01.05.1951, Side 31

Víðförli - 01.05.1951, Side 31
GILDI LÚTHERSKU JÁTNINGARITANNA 29 ekki guðfræðilegt og hagnýtt samstarf á mörgum sviðum. Þar nægir að nefna t. d. samstarfið í „Aðstoðinni við evangeliskar kirkjur Evrópu.“ Ef litið er á kjarnaritin meðal lútherskra játningarrita. þ.e. forn- kirkju-jáningarnar þrjár, Ágsborgarjátninguna og Fræðin minni. eru alkirkjueinkenni þeirra augljós. Að undanteknum Heidelberg- fræðunum eru ekki til innan annarra kirkjudeilda jafn alkirkju- legar játningar og þær. Það stafar af því, hve fast þær byggja á Biblíunni, einkum í framsetningu sinni á grundvallarsannindum kristinnar trúar. Lútherska kirkjan getur því óhikað tekið þátt í alkirkjulegum umræðum án þess að fyrirláta nokkra af grundvallarjátningum sínum. Þær eru of rammlega festar við undirstöður Biblíunnar til þess. Hitt er annað mál, að lútherskir guðfræðingar verða með hverri nýrri kynslóð að rannsaka samhljóðan þeirra við Ritning- una og reyna e'ftir föngum að búa hið eilífgilda innihald tíma- bærum búningi. SigurSur Magnússon, stud. mag. fær'Si í ísl. búning. RitaS fyrir Víðförla.

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.