Víðförli - 01.05.1951, Qupperneq 32

Víðförli - 01.05.1951, Qupperneq 32
Himnaför Maríu Páfinn hefur, eins og kunnugt er, lýst það óskeikula kennisetn- ingu rómverskrar kirkju, sem allir trúaðir verði að samsinna, að viðlagðri sáluhjálp, að María mey hafi stigið upp til himna lík- amlega. Árið 1854 lýsti páfinn yfir, að María hefði verið getin á yfirnáttúrlegan hátt og vakti sú kenning undrun meðal krist- inna manna, einnig margra rómv. kaþólskra. Nú er kenningunni um líkamlega himnaför Maríu bætt við og virðist rómverska kirkj- an hníga hratt í þá átt að setja Maríu í stað Krists. Anders Nygren biskup, forseti lútherska heimssambandsins, seg" ir um þetta, að því er opinbert fréttamálgagn sambandsins herm- ir (News Bulletin, Vol. 5, nr. 11): „Enda þótt Róm hafi ekki tekið opinberan þátt í sameiginlegri ekumenískri starfsemi hafa margir rómverskir guðfræðingar og kirkjumenn árum saman sýnt eftirtektarverðan skilning á fagnaðarerindinu. En upp á síðkastið höfum vér samt við ýmis tækifæri verið minntir á, að vér meg- um ekki láta blekkjast af bjartsýni. Vér reynum frá vorri hlið að rífa niður múra og byggja brýr .... en rómverska kirkjan ein- angrar sig með því að rífa brýr og reisa nýja múra. Ég hef í huga páfabréfið „Humani generis“ og kennisetninguna nýju, sem lýst var 1. nóv., um himnaför Maríu meyjar. Þannig dregur æ meira sundur með oss. Að skilningi vor evangelískra manna er þetta ekki mál, sem hægt sé að taka með jafnaðargeði. Vér getum ekki séð annað í þessari nýju kennisetningu en árás á fagnaðarerindið. Þessi kenn- ing er ékki aðeins án allrar stoðar í fagnaðarerindi Krists. Því kjarni fagnaðarerindisins er, að Guð hafi í Kristi komið til vor í sönnum manni. Tilraunin að hefja Maríu meyju til himneskrar tignar þýðir það, að Frelsari vor lendir í skugga. Það er með henni slegið fölskva á fagnaðarerindið.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Víðförli

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.