Víðförli - 01.05.1951, Síða 46

Víðförli - 01.05.1951, Síða 46
44 VÍÐFÖRLI norðan það ein sókn og prestakallið fyrir sunnan það tvær sóknir. Ég vil leggja áherzlu á það, að vegna þess hversu landslagi er háttað og byggðarlög liggja í Strandasýslu, þarf prófastsdæmið nauðsynlega að hafa fjóra presta til þess að söfnuðirnir geti feng- ið viðunanlega þjónustu. Og Staðarprestakall mátti sízt við stækk- un, því að það mun nú þegar vera eitt af erfiðustu prestaköllum landsins til þjónustu. Rétt mun í þessu sambandi að vekja athygli á því, að nýlega hefur verið gerð sú ráðstöfun að skipta prestssetursjörðinni Ár- nesi, og hefur bóndi nokkur fengið helming jarðarinnar að erfða- festu og þar með þriðjung hlunninda. Nú er prestslaust í Árnesi. En fyrir nokkrum árum sat þar ungur prestur, sem gjarnan vildi vera þar áfram en hélst ekki við vegna lélegra húsakynna. Ung- um prestum istanda nú til boða að vísu sömu kofarnir en aðeins hálf jörðin og hluti þeirra hlunninda, sem kirkjan löglega átti, en á móti því kemur sambýlið við bóndann. Eru líkur til, að þetta geri embættið fýsilegra? Margir óttast, að ekki setjist prestur að í Árnesi fyrst um sinn a.m.k. Meðan það dregst, hefur Staðarprest- ur samkvæmt frumvarpinu alla Strandasýslu til þjónustu að und- anteknum Hrútafirði, allt frá Geirólfsgnúp til Stiku. Hvernig verð- ur sú prestsþjónusta, sem söfnuðirnir fá, svo að ekki sé hugsað um prestinn? Ég spyr: Hvers eiga Strandamenn að gjalda? Eru þeir ekki jafnréttháir öðrum landsmönnum? Loks vil ég leyfa mér að skýra frá, hvernig ég teldi prestaköll- um æskilegast skipað í Strandaprófastsdæmi nú. 1. Prestaköllin séu áfram fjögur. Það tel ég óumflýjanlega nauðsyn, nema stórfengar breytingar verði á byggðinni. 2. Tröllatunguprestakall leggist niður. Gangi Kollafjarðarnes- sókn undir Stað, en Óspakseyrarsókn undir Prestsbakka. 3. Nýtt prestakall sé myndað, er nái frá Selá í Steingrímsfirði til Kaldbaksvíkur og sitji presturinn að Drangsnesi. 4. Árnes verði óbreytt. 5. Staðarprestur flytti til Hólmavíkur. Með þessari skipan yrði engum prestinum mjög örðug þjón- ustan. Ferðalög yrðu viðráðanleg, skilyrði allgóð til að rækja em-

x

Víðförli

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.