Víðförli - 01.05.1951, Blaðsíða 49

Víðförli - 01.05.1951, Blaðsíða 49
NIÐUR í BRÁÐAN BREIÐAFJÖRÐ 47 an bætir haim við þessum stórathyglisverðu orðum: ..Sannleikur- inn er sá, að ég hef í þessum greinum varla sagt stakt orð um, hvaða skoðanir ég hefði á þessum hlutum." Það var og. Enginn skyldi taka að sér að spá, hvað kann að verða „sann- leikur“ hjá sr. Benjamín um það, er lýkur. Víst getur hann verið höfuðkempa í þeirri list að skrifa mikið án þess að segja neitt, en vafamál, að þeir yfirburðir séu gengnir upp fyrir honum sjálf- um. Hitt mun búa undir þessari yfirlýsingu og „leiðindunum“, að eitthvað hafi djarfað fyrir því hjá honum, að það, sem hann hefur sagt í þessum greinum, hefði betur verið ósagt, sjálfs 'hans vegna, hvað sem lesendunum líður. En nú er þetta ekki öll sagan um þennan „sannleika“, því að væri gengið út frá Jiví, að síðasta orðasafn hans væri saman tekið og birt í því skyni að segja eitthvað, þá kæmu þar enn fram skoðanir á „þessum hlutum", sem hvergi standa ofar þeim, sem áður'hafa skartað í Kirkjuritinu, undirskrifaðar af honum. „Hjóna- bandið er á engan hátt sérstaklega kristileg stofnun,“ segir hann og tilkynnir jafnframt, að hér sé hann beinlínis að endurtaka fyrri fullyrðingu, — enda þótt hann hafi „varla sagt stakt orð“ um skoðanir sínar á hjónabandinu. Uppdiktur hans um það, að ég. halli réttu máli í endursögn, verður lítið skáldlegur hjá Jiessu. Vafalítið myndu þeir, sem kynnu að gera ráð fyrir heillegum þræði í hugsun þessa höf. eða samkvæmni í ósjálfráðum viðbrögð- um draga þá ályktun af þessum ummælum hans um „ókristi- legheit'1 hjónabandsin's, að honum væri fremur vel við þá stofnun, því að yfirleitt sýnist honum ekki mikið gefið um það, sem er „sérstaklega kristilegt“. En hér snýst þetta öfugt við. Samkvæmt orðum hans fyrr og nú, er hjónabandið að litlu hafandi og tóm hræsni eða jafnvel bein mannvonzka að leggja neitt verulegt upp úr því. Til afsökunar margítrekuðum staðhæfingum sínum um þetta og nýjum til áréttingar segir hann: „Höfundur kristindómsins kvæntist aldrei.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Víðförli

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.