Víðförli - 01.05.1951, Blaðsíða 49
NIÐUR í BRÁÐAN BREIÐAFJÖRÐ
47
an bætir haim við þessum stórathyglisverðu orðum: ..Sannleikur-
inn er sá, að ég hef í þessum greinum varla sagt stakt orð um,
hvaða skoðanir ég hefði á þessum hlutum."
Það var og.
Enginn skyldi taka að sér að spá, hvað kann að verða „sann-
leikur“ hjá sr. Benjamín um það, er lýkur. Víst getur hann verið
höfuðkempa í þeirri list að skrifa mikið án þess að segja neitt,
en vafamál, að þeir yfirburðir séu gengnir upp fyrir honum sjálf-
um. Hitt mun búa undir þessari yfirlýsingu og „leiðindunum“,
að eitthvað hafi djarfað fyrir því hjá honum, að það, sem hann
hefur sagt í þessum greinum, hefði betur verið ósagt, sjálfs 'hans
vegna, hvað sem lesendunum líður.
En nú er þetta ekki öll sagan um þennan „sannleika“, því að
væri gengið út frá Jiví, að síðasta orðasafn hans væri saman tekið
og birt í því skyni að segja eitthvað, þá kæmu þar enn fram
skoðanir á „þessum hlutum", sem hvergi standa ofar þeim, sem
áður'hafa skartað í Kirkjuritinu, undirskrifaðar af honum. „Hjóna-
bandið er á engan hátt sérstaklega kristileg stofnun,“ segir hann
og tilkynnir jafnframt, að hér sé hann beinlínis að endurtaka
fyrri fullyrðingu, — enda þótt hann hafi „varla sagt stakt orð“
um skoðanir sínar á hjónabandinu.
Uppdiktur hans um það, að ég. halli réttu máli í endursögn,
verður lítið skáldlegur hjá Jiessu.
Vafalítið myndu þeir, sem kynnu að gera ráð fyrir heillegum
þræði í hugsun þessa höf. eða samkvæmni í ósjálfráðum viðbrögð-
um draga þá ályktun af þessum ummælum hans um „ókristi-
legheit'1 hjónabandsin's, að honum væri fremur vel við þá stofnun,
því að yfirleitt sýnist honum ekki mikið gefið um það, sem er
„sérstaklega kristilegt“. En hér snýst þetta öfugt við. Samkvæmt
orðum hans fyrr og nú, er hjónabandið að litlu hafandi og tóm
hræsni eða jafnvel bein mannvonzka að leggja neitt verulegt upp
úr því.
Til afsökunar margítrekuðum staðhæfingum sínum um þetta
og nýjum til áréttingar segir hann: „Höfundur kristindómsins
kvæntist aldrei.“