Víðförli - 01.05.1951, Side 50

Víðförli - 01.05.1951, Side 50
48 V ÍÐFÖRLI Fyrr á öldum, þegar oft var alvara á bak við áherzlu andlegrar stéttar manna á fordæmi Krists, var löngum dregin sú ályktun af þessu, að sannir lærisveinar Krists yrðu að gangast undir algert skírlífisheit. En sr. Benjamín er enginn ,,miðaldamaður“. Hann sér í þessu ágæta röksemd fyrir því, að óskírlífi sé réttmætt, manni liggur við að segja kristilegt, að ekki sé sagt beinlínis helgað af fordæmi Krists. Engin önnur ályktun uin skoðanir hans verður dregin af því, sem hann hefur sagt og þarf ekki að rökstyðja það nánar fyrir þá, sem hafa lesið greinar hans. Þá var Páll post- uli „ekki mikið gefinn fyrir giftingar,“ segir hann og hnígur það enn í sömu átt. Til undirbúnings þessum stórskotum, þar sem hin æðstu fordæmi eru dregin fram gegn hjónabandi og skírlífi, segir höf.: Hjónabandið „hefur viðgengizt með ölíum þjóðum, jafnvel villimönnum frá örófi alda. Að vísu haggáði kristnin ekkert við þessari ríkjandi venju fremur en t. d. þræla- haldinu. En benda má á það, að höfundur kristindómsins kvænt- ist aldrei.“ Þá hefur maður það. Þrælahaldið er horfið. Mál að hitt fari líka svo sem annað form ánauðar, enda er það stutt af dæmi Krists, að það skuli hverfa! Það var einmitt þetta, sem skáldsögupersónan, Gunnar okkar Sjenstedt, hélt fram. En þá persónu og hugsjónir hans um „fjölg- un mannkynsins“ hefur sr. Benjamín borið fyrir brjósti með slíkri viðkvæmni og hita, sem ekki gætir hjá mönnum, sem hafa skoð- anir, nema í sambandi við dýrmætustu hugðarefni. En hvað hitanum og ákefðinni veldur, ef ekki var meiningin að segja „stakt orð um skoðanir“ sínar er nokkur ráðgáta. En ekki var það út í bláinn að benda þessum höf. á að lesa vissar ritningar öfugt, þar sem það væri alla vega í beztu samræmi við það, hvernig hann stendur að hlutunum yfirleitt. En vafamál, að honum tækist að rekja sig öfugan út úr því völundarhúsi mál- æðisins, sem hann hefur grafið sig í, þótt hann kynni nú að óska þess, eins og „sannleikur“ hans bendir til. í sömu átt bendir og sú ítrekaða beiðni hans að vera ekki tekinn hátíðlega, en mér fyrir mitt leyti er það ekki veruleg freisting nú orðið. Um krist-:

x

Víðförli

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víðförli
https://timarit.is/publication/1982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.