Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.07.2024, Síða 12

Læknablaðið - 01.07.2024, Síða 12
356 L ÆKNABL AÐIÐ 2024/110 R A N N S Ó K N árslok 2022 (spá 1). Í öðru lagi er byggt á þróun síðustu 20 ára og reiknað með að hægist á hlutfallslegri aukningu heildar- fjölda lifenda milli ára, frá 3,2% árið 2022 til 1,9% árið 2040 (spá 2). Loks er reiknað með að hlutfallsleg aukning í heildarfjölda lifenda á milli ára síðustu 10 árin haldist óbreytt, eða 3,2% (spá 3). Niðurstöður Spáð er að árlegur fjöldi nýgreindra krabbameinstilfella verði 2.903 [95% ÖB 2.841 - 2.956] árið 2040 fyrir bæði kyn, sem er 57% aukning frá árslokum 2022. Mynd 2 sýnir árlegan fjölda tilfella krabbameina til og með 2022 ásamt spá til ársins 2040. Miðað við óbreytt nýgengi má gera ráð fyrir að algengustu meinin árið 2040 verði þau sömu og eru nú (sjá töflu I). Spáin gerir ráð fyrir að árið 2040 greinist 361 tilfelli krabbameins í blöðruhálskirtli, 373 í brjóstum, 326 húðmein önnur en sortu- æxli, 304 krabbamein í ristli og endaþarmi og 166 í lungum. Áætlaður fjöldi tilfella með lungnakrabbamein miðað við óbreytta áhættu hefði verið 122 fyrir karla og 152 fyrir konur, eða samtals 274 tilfelli, en á móti mannfjöldaaukningu spáir Nordpred 70% lækkun áhættu hjá körlum og 22% hjá konum og er búið að taka tillit til þess í töflu 1. Á mynd 3 má sjá samanburð á spá um hlutfallslega aukn- ingu krabbameinstilfella á Íslandi og hinum Norðurlöndun- um. Mesta aukningin er á Íslandi 55%, þá hjá Norðmönnum 41%, 24% hjá Svíum og 23% hjá Dönum. Minnstu hlutfallslegri aukningu tilfella er spáð í Finnlandi eða 21%. Samhliða þessari fjölgun nýrra tilfella er einnig spáð fjölg- un í hópi lifenda, það er þeirra sem eru á lífi eftir að hafa greinst með krabbamein, hvort sem meinið telst læknað eða ekki. Mynd 4 sýnir fjölda lifenda, rauntölur til og með 2022 og spá um fjölda lifenda til 2040 á Íslandi. Árið 2022 voru tæplega 17.500 manns á lífi sem höfðu einhvern tímann greinst með krabbamein. Spá 1 gefur 24.500 lifendur árið 2040, spá 2 rúm- lega 27 þúsund (um 54% aukning) og spá 3 tæp 31 þúsund. Mynd 2. Fjöldi greindra krabbameinstilfella (hlaup- andi fimm ára meðaltöl) á Íslandi fram til 2022 og spá um fjölda tilfella árið 2040 (öll mein) miðað við óbreytt nýgengi frá árabilinu 2018-2022. Tafla I. Spá um fjölda nýgreindra tilfella fyrir algengustu mein árið 2040 byggt á líkani sem miðar við óbreytta tíðni frá árabilinu 2018-2022, fyrir lungu er einnig leiðrétt fyrir breyttri áhættu (Nordpred). Karlar Konur Bæði kyn saman 2018-2022* 2040 2018-2022* 2040 2018-2022* 2040 (%) Öll mein 937 1505 916 1398 1853 2903 (57) Öll mein leiðrétt 937 1450** 916 1376** 1853 2826 (53) Brjóst (hjá konum) 260 373 260 373 (43) Blöðruhálskirtill 240 361 240 361 (50) Ristill og endaþarmur 98 160 91 144 189 304 (61) Lungu 78 67** 99 130** 177 197 (11) Húð án sortuæxla 89 172 87 154 176 326 (85) * Árlegur meðalfjöldi ** Leiðrétt fyrir áhættubreytingum úr NORDPRED fyrir lungnakrabbamein

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.