Læknablaðið - 01.07.2024, Page 14
358 L ÆKNABL AÐIÐ 2024/110
R A N N S Ó K N
beinandi varðandi forvarnir og lýðheilsu þar sem hægt væri
að draga úr nýgengi með markvissum forvarnaraðgerðum og
koma þannig í veg fyrir að spáin raungerist.
Styrkleikar og veikleikar
Helstu styrkleikar þessarar rannsóknar liggja í gæðum þeirra
gagna sem aflað hefur verið í Krabbameinsskrá frá árinu 1954.
Krabbameinsskráin er lýðgrunduð og telst 99% þekjandi.26,27
Spáin byggist einnig á upplýsingum frá Hagstofunni22 og
NORDCAN,16 sem samanstanda einnig af lýðgrunduðum upp-
lýsingum þar sem áreiðanleiki og réttmæti gagna hefur verið
tryggt.18,28
Styrkleikar hennar felast einnig í þeim nýjungum sem beitt
er í greiningaraðferðum sem taka mið af íslenskum aðstæðum
auk þess sem hér eru tekin inn nýrri gögn en eru aðgengileg
annarsstaðar.
Spá um fjölda lifenda hefur ekki verið gerð aðgengileg á
Íslandi áður og er hér í fyrsta sinn sett fram sem háspá, lágspá
og miðspá sem byggja á mismunandi forsendum.
Eins og með aðrar spár þarf að taka þessari spá með fyrir-
vara. Helstu óvissuþættir í spá um fjölda krabbameinstilfella
varða það hvaða breytingar verða á nýgengi af 100.000 íbúum
ásamt því hvernig mannfjöldinn þróast. Hér er fyrst og fremst
gert ráð fyrir óbreyttu nýgengi. Til samræmis við það sem höf-
undar NORDPRED mæla með,19 var Nordpred-líkanið notað
fyrir krabbamein í lungum vegna þess hve mikið hefur dregið
úr tóbaksreykingum. Ekki er mælt með að nota Nordpred fyrir
stóru meinin, eins og brjóst, blöðruhálskirtil og ristil- og enda-
þarmskrabbamein, því þar hefur verið í gangi ýmist skipulögð
lýðgrunduð skimun eða óskipulögð skimun í stórum stíl og
miklar sveiflur í greiningarvirkni. Til dæmis spáði Nordpred
50% aukningu á krabbameini í blöðruhálskirtli fram til 2040
vegna mannfjöldabreytinga, en að á móti kæmi 61% lækkun
vegna lækkandi áhættu. Sú spá byggist á þeirri miklu nýgeng-
islækkun sem varð frá árinu 2005 og er hugsanlega bæði til
komin vegna minnkandi notkunar á PSA-mælingum og jafn-
vel ákveðinnar mettunar í greiningum þar sem PSA-mælingar
höfðu verið mikið notaðar undanfarna áratugi.29 Ekki er hægt
að reikna með að þessi nýgengislækkun haldi áfram.
Lítilsháttar ósamræmi var í nýgengistímabili og mann-
fjöldatölum milli útreikninga okkar, sem byggðu á líkani um
óbreytt nýgengi, annars vegar, og útreikninga sem byggðu á
NORDCAN hins vegar. Í fyrrnefnda tilvikinu var miðað við
síðasta útgefna tímabil krabbameinsskrár (2018-2022), mann-
fjöldatölur miðuðust við sama tímabil og notuð var nýjasta
mannfjöldaspá Hagstofu Íslands. Í NORDCAN er hins vegar
gengið út frá lokaárinu 2021 fyrir nýgengistölur og mann-
fjöldaspáin þar er eldri en tölur Hagstofu sem notaðar voru
fyrir Ísland, og Norrænu ráðherranefndarinnar30 sem notaðar
voru í samanburði milli Norðurlandanna.
Spá 1 um fjölda lifenda er einföld spá og er einungis byggð
á fjölda á lífi í árslok 2022 og mannfjölda í árslok 2040. Eðli
málsins samkvæmt fjölgar lifendum meira en nýgreindum,
því gefur spá 1 lægsta mögulega gildi. Í spá 2 og 3 er byggt á
þróun síðustu ára fyrir fjölgun lifenda en ekki kafað dýpra í
fæðingarárganga, breytta áhættuþætti og framfarir í meðferð.
Smæð þjóðarinnar er veikleiki, hún veldur miklum tilvilj-
unarsveiflum í öllum tölum. Til að auka stöðugleikann var
ekki unnið með tölur fyrir stök ár heldur meðaltöl yfir fimm
ára tímabil.
Ályktanir
Spáð er mikilli fjölgun krabbameina á Íslandi fram til ársins
2040. Það má rekja til mannfjöldaþróunar og þá helst vegna
fjölgunar í elstu aldurshópum. Öldrun þjóðar og bætt lifun
mun leiða til fjölgunar einstaklinga sem greinast, jafnframt
fjölgun þeirra sem lifa lengi með krabbamein og krefjast oft
áralangrar meðferðar.
Ef þessi aukning gengur eftir, mun hún auka álag á heil-
brigðiskerfið, sem brýnt er að bregðast við. Hægt er að nota
spána til að undirbúa heilbrigðiskerfið til að mæta þessari
auknu þjónustuþörf, en ekki síður til að draga úr líkunum á
því að hún raungerist. Hægt væri að draga úr þessari aukn-
ingu með því að auka enn frekar forvarnir og fræðslu sem
miðar að því að draga úr áhættuþáttum á borð við áfengis- og
tóbaksnotkun, ofþyngd og hreyfingarleysi, svo dæmi séu tek-
in. Eins væri hægt að auka hlutfall þeirra sem greinast með
mein á fyrri stigum með markvissum skimunum og bæta
þannig lifun.