Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.07.2024, Page 16

Læknablaðið - 01.07.2024, Page 16
360 L ÆKNABL AÐIÐ 2024/110 Ólafur Árni Sveinsson1,2 taugalæknir Enrico Bernardo Arkink1,3 röntgenlæknir Brynhildur Thors2 taugalæknir 1Læknadeild Háskóla Ísland, 2Taugalækningadeild Landspítala, 3Röntgendeild Landspítala Fyrirspurnum svarar Ólafur Árni Sveinsson, olafursv@landspitali.is Greinin barst til blaðsins 1. maí 2024, samþykkt til birtingar 21. júní 2024. Arfgengi smáæðasjúkdómurinn CADASIL – yfirlitsgrein Inngangur Nafnið CADASIL er skammstöfun á Cerebral Autosomal Domin- ant Arteriopathy with Subcortical Infarcts and Leukoencephalopathy. CADASIL tilheyrir hópi arfgengra smáæðasjúkdóma í heila.1 Sjúkdómnum var fyrst lýst árið 1955 af belgíska tauga- lækninum Ludo van Bogaert.2 Finnsku vísindamennirnir Vesa Sonninen og Marja-Liisa Savontaus greindu fyrst frá sjúkdóminum á Norðurlöndum.3 CADASIL stafar af sjúk- dómsvaldandi stökkbreytingu í NOTCH3-geninu á litningi 19.4 Gallaða NOTCH3-próteinið safnast fyrir á yfirborði sléttra vöðvafrumna í litlum slagæðum heilans.4 Æðaveggir slagæða tapa sléttum vöðvafrumum sem skipt er út fyrir örvef. Fyrir vikið verða æðarnar stífari og þrengri og geta til æðavíkkunar skerðist.5 Mígreni með áru, skammvinn heilablóðþurrð (TIA) eða heilaslag (stroke), auk geðrænna einkenna og snemmkominnar heilabilunar, eru helstu afleiðingar sjúkdómsins. CADASIL er mikilvæg orsök heilaslags og snemmkominnar heilabilunar hjá ungu og miðaldra fólki og líklega vangreint.4 Faraldsfræði Algengi CADASIL í erlendum rannsóknum er um 2-4 einstak- lingar á hverja 100.000 íbúa. Því gætu 8-16 manns verið með Á G R I P CADASIL er skammstöfun á Cerebral Autosomal Dominant Arteriopathy with Subcortical Infarcts and Leukoencephalopathy. CADASIL tilheyrir hópi arfgengra smáæðasjúkdóma í heila og stafar af sjúkdómsvaldandi stökkbreytingu í NOTCH3-geninu á litningi 19, sem erfist á ríkjandi hátt. Gallaða NOTCH3-próteinið safnast fyrir á yfirborði sléttra vöðvafrumna í litlum slagæðum heilans. Þetta veldur smám saman tapi á sléttvöðvalaginu og örvefsmyndun, æðaveggir í slagæðum verða stífari og þykkari sem leiðir til súrefnisskorts, vefjaskaða og smáæðadreps í hvíta og djúpa gráa efni heilans. Segulómskoðun sýnir útbreiddar, samhverfar hvítaefnisbreytingar, dæmigert er að breytingarnar komi fram í fremri hluta gagnaugarblaðs og gráhýði. Mígreni með áru, skammvinn heilablóðþurrð eða heilaslag, auk geðrænna einkenna og snemmkominnar heilabilunar eru helstu afleiðingar sjúkdómsins. sjúkdóminn á Íslandi.6 Faraldsfræði CADASIL á Íslandi hefur ekki verið rannsökuð. Þar sem einkenni eru oft væg í CADASIL, geta útbreiddar hvítaefnisbreytingar verið ranglega túlkaðar sem aldurstengd- ar eða orsakaðar af áhættuþáttum smáæðasjúkdóma í heila. Sjúkdómurinn er því líklegast vangreindur. Nýlegar rannsókn- ir sýna að allt að einn af hverjum 300 beri meinvaldandi stökk- breytingu í NOTCH3-geninu.7 Ekki er ávallt um fulla sýnd (penetrance) að ræða og sjúklingum með vægari sjúkdómsmynd hefur verið lýst.8 Orsök CADASIL stafar af sjúkdómsvaldandi stökkbreytingu í NOTCH3-geninu á litningi 19 (19p13.12).4 Yfir 200 mismunandi meinvaldandi stökkbreytingar hafa verið greindar. Genið kóð- ar fyrir NOTCH3-próteininu, en NOTCH innanfrumuboðferlið gegnir mikilvægu hlutverki í tilurð og sérhæfingu alls æða- kerfisins.9 NOTCH3 er sérlega mikilvægt í þroska og virkni sléttvöðvalags lítilla og meðalstórra æða heilans (100-400 mikrón í þvermál) og hefur með því áhrif á samdrátt í æðun- um og stjórnun á blóðflæði, ekki síst í hvítaefni heilans.10 Sjúkdómsvaldandi stökkbreytingin hefur í för með sér breytingu á byggingu NOTCH3-próteinsins, en afbrigðilega

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.