Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.07.2024, Page 39

Læknablaðið - 01.07.2024, Page 39
10.1 á r g a n g u r 1 9 1 5 - 2 0 2 4 Barnalæknaþjónustunnar frá upphafi og séð um skipulagningu vaktanna. Aðrir í stjórn nú eru Gylfi Óskarsson og Viðar Örn Eðvarðsson. Kristleifur var fram- kvæmdastjóri fyrstu 15 árin en Hanna Lára Sveinsdóttir tók síðan við af honum. Starfsemi án styrkja Á þeim tæplega 30 árum sem Barna- læknaþjónustan hefur starfað hefur hún ekki notið neinna styrkja frá opinberum aðilum eða öðrum, fyrir utan mótfram- lag Sjúkratrygginga í komugjaldi. Frá upphafi hafa verið send bréf til viðkom- andi heilsugæslulæknis fyrir hverja komu og í seinni tíð rafrænt. Fyrstu 12-13 árin notaði Barnalæknaþjónustan hug- búnaðarkerfi sem Kristleifur smíðaði og var bæði sjúkraskrá með lyfseðlaein- ingu, bókunarkerfi og reikningshald sem hélt utan um greiðslur til lækna og gerð reikninga til TR/SÍ. Á árinu 2008 var samið við Skræðu hf. og tekin upp ís- lensk útgáfa af ProfDoc sjúkraskrárkerf- inu sem hefur gefið mjög góða raun. Starfsemi Barnalæknaþjónustunn- ar hefur augljóslega dregið úr álagi á bráðamóttöku Barnaspítalans og vaktir heilsugæslu. Aðsóknartölur sýna að mest er leitað til Barnalæknaþjónustunnar vegna yngstu barnanna. Undanfarin ár hafa 50-65% þeirra barna sem koma ver- ið yngri en 2 ára. Stór hluti barnalækna sem starfa sjálfstætt á höfuðborgarsvæðinu er nú með stofu í Urðarhvarfi undir merkjum Domus barnalækna. Margir þeirra taka einnig þátt í Barnalæknaþjónustuvökt- unum. Þessi þróun hefur gert barna- læknum sem hafa menntað sig erlendis auðveldara að flytja aftur til Íslands og þannig í mörgum tilvikum getað starfað bæði við Barnaspítalann og á stofu þar sem full staða við spítalann er oft ekki í boði. Frá fyrstu tíð hefur verið reynt að tryggja að þessir nýju barnalæknar fái pláss á stofu og á vöktunum og þannig reynt að stuðla að eðlilegri og nauðsyn- legri endurnýjun í læknahópnum. L ÆKNABL AÐIÐ 2024/110 383 „Starfsemi Barnalæknaþjónustunnar hefur augljóslega dregið úr álagi á bráðamóttöku Barnaspítalans og vaktir heilsugæslu. Aðsóknartölur sýna að mest er leitað til Barnalæknaþjónustunnar vegna yngstu barnanna.“ Þjónusta sjálfstætt starfandi barnalæknar hefur þróast allt frá stofnun þeirrar fyrstu árið 1995. Nú starfar stór hluti sjálfstætt starfandi barnalækna undir merk- jum Domus barnalækna í Urðarhvarfi. Mynd /Domus barnalæknar

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.