Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Side 5

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Side 5
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2004 3 Á sjó í jesú nafni Á sjómannadaginn minnumst við sjómanna þessa lands, lífs og lið- inna. Islendingar hafa háð lífsbar- áttu til sjós og lands allt frá upphafi byggðar. Baráttu sem oft hefur ver- ið harðsótt og kostað fórnir. Sjó- menn eru á margan hátt útverðir landsmanna í þeirri baráttu og víst er að velmegun þjóðarinnar hefur að miklu leyti átt rætur að rekja til þess afla sem færður hefur verið á land úr djúpi hafsins um aldir. I guðspjöllunum er mynd brugð- ið upp af sjómönnum á Galíleu- vatni og þeim aðstæðum sem mæta öllum sjófarendum allt til dagsins í dag. Myndin lýsir ótta, skelfmgu og öryggisleysi lærisveina Jesú. Storm- ur geisar á Galíleuvatni. Lærisvein- arnir í lítilli bátkænu sem bylgjurn- ar ganga yfir. Brugðið er upp mynd af fangabrögðum hamfara en einnig mynd af trausti og kyrrð. Lærisvein- arnir ákalla Jesú og hann stillir storminn ógurlega. Táknmyndin sem brugðið er upp, gengur allt fram til dagsins í dag. Ekki er um að ræða eitt atvik, eitt kraftaverk, eitt andartak sem líður hjá og aldrei kemur til baka. Heldur er hér um að ræða sístæðan veruleika sem íslenskir sjómenn hafa upplifað um aldir á úfnum sjó við Islandsstrendur. Það er nálægð Jesú Krists sem allt hverfist um í frásögnum guð- spjallanna um ótta og mannraunir lærisveina hans á Galíleuvatni forðunt. Nálægð Krists sem stillir alla þá storma sem geysa í lífi manna. Það er traustið á þessa nálægð sem sjó- menn Islands hafa haft með sér þegar lagt er í erfiða för á haf út við strendur lands þar sem allra veðra er von. Þannig verður hver ferð með Kristi ferð til sdllu og friðar jafnvel í hinum öflugasta stormi vanmáttar, ótta og sorgar. Ferð til trúar og trausts. Bænin er andardráttur trúarinnar og lykillinn að samfélagi við Guð. Sjómenn Islands hafa um aldir sótt styrk sinn í bæn og ákallað Drottin, við þær erfiðu og lífhættulegu að- stæður sem þeir hafa búið við. Fjarveru frá fjölskyldum, vosbúð og ógn náttúruafla. Formenn fólu gjarnan sjóferðir forsjón Guðs og var þannig Guðsótti og virðing fyrir almættinu í heiðri höfð. Algengt var að háset- ar væru kallaðir til sjós með orðun- um: „Ég er að kalla til skips í Jesú nafni.“ Þegar allir voru komnir til skips var og oft til siðs að formaður bæði alla að standa í Jesú nafni. Fór þá hver maður á sinn stað, tók ofan og krossaði yfir rúm sitt. Forn er einnig sá siður að biðja fyrir sjó- ferðinni með sérstakri sjóferðabæn. Var þá lesin sjóferðabæn, síðan Fað- ir vor og loks farið með blessunar- orðin. Oft var lögð áhersla á að drengir lærðu sjóferðabænir áður en þeir fengu að fara á sjó og voru dæmi um að prestar létu þá læra bænirnar er þeir gengu til spurn- inga. Þannig hefur.kristin trú veitt íslenskum sjómönnum traust í mótlæti og huggun í sorg um lang- an aldur. Margir syrgja ástvini sem hafið hefur tekið. En með gjöfmni miklu, fagnaðarerindinu um eilíft líf erum við minnt á að frelsarinn stillir boðaföll sársauka og saknaðar. Með fyrirheiti um endurfundi ást- vina og eilíft líf á ströndinni hand- an hafsins sem skilur á milli þessa heims og dýrðar Drottins. Ég bið Guð að gefa ykkur öllum gleðilegan sjómanna- dag. Ykkur sem syrgja horfna ástvini, bið ég um huggun og styrk í sorg ykkar. Megi Drottinn Guð veita sjómönnum nær og fjær blessun sína og vernd. Ragnheiður Karítas Péturs- dóttir, sóknarprestur Útgefendur: Sjómannadagsráðin Olafsvík og Hellissandi Ritstjórn og auglýsingar: Pétur S. Jóhannsson Ábyrgðarmaður: Pétur S. Jóhannsson Skálholt 13, 355 Ólafsvík, sími: 436 1524, e-mail: psj@simnet.is Forsíðumynd: Alfons Finnsson Umbrot, prentun, bókband: Steinprent ehf. Snæfellsbæ Próförk: Elín Una Jónsdóttir Ritnefnd: Pétur S. Jóhannsson Björn E. Jónasson Jónas Gunnarsson Páll Stefánsson Jóhann Rúnar Kristinsson

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.