Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Blaðsíða 37
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2004
35
kemur með hann heim til Grafar-
ness árið 1947. Guðmundur segir
að sú ákvörðun hafi verið vel
studd af Sigurði Agústssyni sem
átti hlut í þessum fyrsta báti.
Þessi fyrsti bátur Guðmundar hét
Runólfur SH 135 og var 39 tonn
að stærð og var hann nærri
þrisvar sinnum stærri en Svanur-
inn. Þennan fyrsta Runólf er
Guðmundur með til ársins 1955
þegar hann er seldur. Síðan líða
nokkur ár og þann tíma er hann
með Hring frá. Siglufirði eða fram
til ársins 1960 þegar hann sækir
annan Runólf SH135 til Noregs
þar sem hann var smíðaður og
enn stækkar skipakosturinn um
þriðjung en þessi Runólfur var
120 tonn. Þegar kom að því að fá
svo stórt skip þurfti Guðmundur
að sækja sér réttindi og fór í Sfyri-
mannaskólann veturinn 1959 -
1960. Á þessum tímum stendur
síldarævinfyrið sem hæst og nýji
Runólfur er útbúinn kraftblökk.
En látum Guðmund nú rifja upp
sögur frá síldarárunum.
Yfirnáttúruleg hönd
við hlið mér.
„Þetta var á síldarárunum, ég var
þá á Runólfi gamla og var staddur
einhverstaðar langt austur af
Langanesi, þóttist þó nokkuð viss
um hvar ég væri. Þarna vorum
við komnir að torfu, ég og annar
bátur til en hann sneri
eitthvað vitlaust við henni
þannig að ég kastaði á
hana og fæ nærri fullan
bát en hann bar mest um
300 tunnur. Þannig að ég
gat haldið glaður í land
með þennan afla sem
þótti góður á þessum
árum en þætti ekki mikill
í dag. Eg tek út stefnuna
beint á Raufarhöfn og
held af stað. En þá skell-
ur fljótlega á niðdimm
þoka en ég sigli áfram á
stefnuna sem ég þóttist
nokkuð viss um. Eg vissi það líka
að þar sem kominn var 1. ágúst
ætti að vera búið að kveikja ljós á
vitanum við innsiglinguna. Eg
sigldi því f áttina að Raufarhöfn
þar til sá tími var kominn sem ég
hafði áætlað að ég ætti að fara að
sjá vitann. Eg fyni eftir vitanum
en sé hann eltki. Sfyrimaðurinn
minn segir þá að
hann hafi séð tvö
ljós á bakborða
rétt áður. Haitu
þá á þau sagði ég
en til vonar og
vara bað ég
menn að vera á
varðbergi því
innsiglingin er
þröng. Ekki
löngu síða rofar
til og ég sé að við
erum komnir
langleiðina að
bryggju á Raufar-
höfn. Ég fann þá þótt ég reyndi
sjálfur að þykjast stjórna bátnum
að þarna var eitthvað óútskýran-
legt sem hafði lagt mér lið. Ég
frétti síðar af því að ekki hefði ver-
ið búið að kveikja á vitanum. Það
má segja að í gegnum mína skip-
stjórnartíð hafi ég oftar en einu
sinni orðið var við það að með
mér var fylgst. Hvað sem á nú að
kalla þessa aðstoð þá var hún til
staðar þótt ég geti ekki útskýrt
hvaðan hún kom.“
Við víkjum næst tali að lífinu
og fjörinu á síldarárunum og þá
kemur ein frásögnin upp f huga
Guðmundar frá árunum á Siglu-
firði.
„Það var sko bræla og við lágum
allir í höfn og oft þegar svo var
þótti ekki tiltökumál að skella sér
á ball. Þær komu til mín, nokkrar
stúlkur af planinu og spurðu
hvort ég ætlaði ekki að koma á
ball um kvöldið en áður en ég veit
af hef ég svarað: „Nei, ég kemst
ykkur upp á kaffi og útí það kl. 6
annað kvöld því þá verð ég kom-
inn að landi með 600 tunnur.“
Þær voru nú ekki tilbúnar til að
kyngja þessu, blessaðar stúlkurnar
enda var þá ennþá bræla en við
þetta sat, út fer ég um kvöldið og
daginn eftir var ég kominn að
landi kl. 6 með 600 tunnur. Þá
vandaðist reyndar málið því það
var sunnudagur og ég átti ekkert
til að gefa stúlkunum út í kaffið
en vinur minn og félagi, Daníel
Þórhallsson, var tilbúinn til þess
að leysa þennan vanda minn og
fór upp í apótek og náði í pott-
flösku af hreinum spíra þannig að
ég gat efnt loforðið við stúlkurnar.
Þær urðu glaðar við þessa
hressingu og spurðu hvort
ég vildi eltki heita á þær
aftur og enn svara ég að
bragði ég heiti því sama
og verði kominn að landi
ki. 7 annað kvöld með
700 tunnur. Og viti
menn það stóðst allt upp
á mínútu sem fyrri dag-
inn, ég kem með 700
tonninn og aftur fengu
þær út í kaffið. Og enn
heiti ég á stúlkurnar og nú
segist ég ætla að koma
með 800 tunnur kvöldið eftir
og það gekk eftir en þá var ég nú
orðinn svo slæptur og ósofinn að
látið var að heitingum að sinni en
stúlkurnar voru hressar í söltun-
inni þessi þrjú kvöld.