Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Síða 75

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Síða 75
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2004 73 Lr þetta þernan? I starfi mínu hjá Hafrannsókna- stofnun hef ég tekið eftir að mörgum finnst það merkilegt þegar konur fara á sjó. Mörgum fmnst einfaldlega að konur hafi ekkert að gera til sjós en þar er ég ekki sammála. Mig langar að segja ykkur eina skemmtilega sögu í því sambandi. Eitt sinn var ég í rækjuleiðangri á Dröfninni fyrir austan og kom í land á Vopna- firði. Meðan verið var að dæla olíu á bátinn lagði ég upp í eina af mínum mörgu gönguferðum. Starfsmanni olíufélagsins varð starsýnt á eftir mér og spurði vél- stjórann: „Er þetta þernan hjá ykkur?“ Vélstjórinn sem er fljótur að hugsa svaraði að bragði og sagði: „Já, hún sér um fótsnyrt- ingu og nudd.“ Ég vona að við- horf austfirðingsins séu eltki lýsandi fyrir viðhorf karla al- mennt. A öllum þeim bátum sem ég hef farið á hef ég mætt ein- stakri kurteisi og velvild. Einum róðri man ég eftir en þá var ég á bát frá Stykkishólmi og var sett í klefa með vélstjóranum. Hvort sjómenn eru upp til hópa svona prúðir skal ég ekki segja til um, en þær þrjár nætur sem við vorum úti fékk ég að hrjóta ein í klefan- um á meðan vélstjórinn húkti á bekknum í matsalnum. Ég hef gaman af að rifja þetta upp með ykkur en tilgangurinn er ekki einungis sá að skemmta mér heldur að benda á að margt hefur breyst frá því að ég ólst upp og er ég þó ekki gömul. I dag fá margir Islendingar sín einu kynni af sjón- um og því er honum tengist af því að horfa á myndbönd og sigla með Baldri og Herjólfi. Krakkar í dag fá margir hverjir ekki að leika sér eins og áður í fjörunni, á bryggjunum eru hraðskreiðir lyft- arar og flutningabílar, allir eru að flýta sér og fáir vita orðið muninn á hinum ýmsu veiðarfærum, hvað þá hvað algengustu fisktegundirn- ar heita. Ég tel þessa framvindu vera verulegt áhyggjuefni því að af fáfræði spretta jú fordómar. Þess vegna langar mig að nota þetta tækifæri (áður en veðurfréttirnar byrja) og hvetja ykkur sjómenn til að gera það sem þið getið til að sporna við þessari þróun. Takið krakkana með í róður, stelpur jafnt sem stráka, farið með þau í fjöruna og leyfið þeim að vaða og róta. Skítt með fötin. En fyrst og fremst berið höfuðið hátt, verið stolt af störfum ykkar og því að búa í Ólafsvík. Ég og fjölskylda mín stöndum nú á miklum tímamótum. Eftir 8 ára búsetu hér við fjörðinn breiða sem stundum er svo breiður en stundum ósköp mjór, eftir 8 góð ár höfum við tekið þá ákvörðun að snúa aftur í faðm fjölskyldunn- ar. Við eigum eftir að sakna margs, mannlífsins, kayakferð- anna, badmintonsins, þess að skjótast á rjúpu, berjanna og allra gönguferðanna. Mér hefur aldrei verið Ijúft að kveðja en ætla þó að gera það hér og vil fyrir hönd okkar Jóns þakka fyrir góðan tíma hér við rætur jökulsins fagra. Lifið heil. Tií fiamingju með dxujinn, sjómenn á Sncefettsnesil Guðmundur Runólfssdn hf Sólvöllum 2, 350 Grundarfirði. RACNAR Si ASCEIR STYKKISHÓLMI - CRUNDARFIRÐI - SNÆFELLSBÆ SettduML 4,ýÓMÖ*Ul6CM<, á SaœýeMáae&i Afgreiðsla í Snæfellsbæ: oy fteinw Snoppuvegi 4, Ólafsvík Símar: 436 1619 & 892 1807 6eiCCaáiiCin í tilefati
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.