Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Blaðsíða 27

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar - 01.06.2004, Blaðsíða 27
Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar 2004 25 mest hefur verið safnað úr hjá Hafrannsóknastofnun. Verkefnið var sett af stað í upphafi árs 2001 og stóð til að hvert útibú fengi til liðs við sig áhafnir 4 skipa sem safna myndu magasýnum. Hér fór verkefnið ekki af stað fyrr en í febrúar 2002 þegar samstarf var hafið við 3 skip og hafa verið að safnast um 1300 magar á ári. Hörpudiskur Við hrun hörpudisksins hér í Breiðafirði var úti- búinu falið að fylgjast með ástandi stofnsins. Til að byrja með fólst verkefnið í úrvinnslu á sýnum fengnum hjá sjó- mönnum en þegar ástand stofnsins var orðið það slæmt að veiðibann var sett á höfum við farið og náð í sýnin sjálfir. Reynt er að hafa þessa söfnun eins reglulega og hægt er. Þegar í land er komið er hörpudiskurinn veginn og mældur. Vöðvi, kyn- kirtlar og ásætur eru vegnar en skelin sjálf er stærðar- mæld. Tengt þessu verkefni höf- um við staðsett hitamæla á nokkrum veiðisvæðum. Tilgang- urinn með þessu er að meta líf- fræðilegar breytingar á hörpu- disknum sem mögulega verða vegna umhverfisþátta svo sem breytinga á hitastigi. undanförnum árum. Mikið var merkt af skarkola í lok síðustu aldar eða um 3700 merki sem að miklu leyti hafa skilað sér aftur. Þá hafa um 2500 þorskar verið merktir á undanförnum 3 árum og eru þeir að skila sér inn þessa dagana. Svo má ekki gleyma ufs- anum sem merktur hefur verið undanfarin ár í hundraðatali. Utibúið veitir þessum merkjum Á leið í hörpudisk út frá Stykkishólmi. Á myndinni er Birgir Stefánsson. starfsmaður Hafró. viðtöku. Nokkuð er um það að sjómenn komi með fiskinn heilan til okkar og sjáum við þá um mælingar á honum. Er þetta sjálf- sagt af okkar hálfu. Ýmsir leiðangrar Starfsmenn útibúsins sinna ýms- um leiðöngrum á vegum stofnun- Fiskmerki Fiskmerkingar eru sífellt að verða mikilvægari þáttur í atferlis- rannsóknum fiska, sérstaklega nú þegar rafeindamerki eru í hraðri þróun. Rafeindamerki veita okk- ur upplýsingar um dýpi og hita- stig í umhverfi fisksins. Nýjustu merkin geta gefið okkur nákvæma staðsetningu fisksins án þess að þurfa að veiða hann. Þau merki þarf að leita uppi, þ.e. skip með réttan búnað geta numið boð frá merkinu þegar og ef þeir sigla yfir það. Merktur fiskur sem veiðist þessa dagana er þó líklegast enn merktur með appelsínugulu slöngumerki. Töluvert hefur ver- ið merkt af fiski í Breiðafirði á ísafjöröur Akureyri Grindauík ^ Vestmáhnaeviar Höfn Dreifing útibúa Hafrannsóknastofnunar á landinu. arinnar, helsta ber að nefna stofn- mælingu botnfiska að vori (togar- arall), netrall og stofnmæling að hausti (haustrall). Að auki er ár- lega farið í stofnmælingu inn- fjarðarælcju í Kolluál. Þá hafa starfsmenn farið í túnfiskleið- angra, humarleiðangra, veiðar- færatilraunir og hvalveiðar auk ýmissa merkingatúra. I sumar er svo stefnt á að fara í leit að sæ- bjúgnamiðum innantil í Breiða- firðinum. Önnur Starfsemi Til annarra verka teljast þau störf er reka á fjörur okkar en eru kannski ekki fastur liður í starfsemi útibúsins. Sem dæmi má nefna hvalreka en þónokkuð er um slíkt hér við Breiðafjörð. Starfsmenn útibúsins greina, mæla og taka þau ’sýni sem þörf er á. Að- eins einn hvalur hefur leitað á land á þeim stutta tíma er undirritaður hef- ur verið við störf. Þá var það háhyrningur sem skellti sér inn í Gilsfjörð og rataði ekki út aftur. En hann mun vera eini háhyrningurinn sem Haf- rannsóknastofnun hefur fengið til athugunar. Al- gengari tegundir eru þó hnísur, höfrungar og hrefnur. Ósjaldan, sérstaklega um þessar mundir þegar sjór er með hlýrra móti, fást allskonar sjaldgæfar teg- undir og er þá gjarnan komið með þá fiska til okkar til greining- ar. Sem dæmi um tegundir sem ekki hafa sést mikið en nokkuð hefur borið á í vetur eru svart- hveðnir og sænálar. Fyrsti Svart- hveðnirinn sem kom í okkar hendur var sendur í fyrstu ferð til Reykjavíkur þar sem teiknuð var af honum mynd því langt var síð- an hann sást síðast. I mánuðinum á eftir fórum við í haustrall og þá veiddust rúmlega 20 stykki af svarthveðni sem þótti ákaflega merkilegt. Skólaskipið Dröfn hef- ur átt leið um Breiðafjörð árlega nú í nokkur ár og hefur útibúið tekið að sér að leiðbeina nemend- um um borð. Þetta er verkefni sem þótt hefur ánægjulegt að sinna. Og vonandi heldur það áfram þrátt fyrir áform um að leggja Dröfninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sjómannadagsblað Snæfellsbæjar
https://timarit.is/publication/1990

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.